Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 240
240
ekki verið neitt óvinsæl. Þá voru lika optast valdir
til hreppstjóra helztu ráðdeildarmenn sveitanna, opt
efnabændur, sem gátu eitthvað hjálpað, þegar á lá;
voru margir þeirra stöðugir í embættinu til gamals-
aldurs, og mátti kalJa, að þeir væri auðþekktir frá
öðrum bændum, þó þeir hefðu ekki embættisbúning,
sern fáir munu hafa borið; að minnsta kosti sá jeg
aldrei borðalögðu treyjuna og gula vestið á nokkrum
hreppstjóra, eptir að jeg man til. Ekki heyrði jeg
nokkurn mann segja, að þeir græddu á hreppstjórn-
inni, eða drægju undir sig fje sveitanna, eins og
höf. gefur í skyn, og vill sanna með hnífilyrðum
Árna biskups Helgasonar, enda var það ekki svo
hægt, því jeg sje af gamalli sveitarbók, sem byrjar
1791, að þeir hafa árlega samið greinilega sveitar-
reikninga, er sýslumenn endurskoðuðu og gjörðu
stundum athugasemdir við; og livernig áttu þeir þá
að geta dregið undir sig sveitarfje ? Að sönnu höfðu
þeir nokkuð í launaskyni, þar sem þeir með kon-
ungsúrskurði frá21. júlí 1808 voru losaðir við þing-
gjald, sveitarútsvar og nokkrar smá-kvaðir; en allt
fyrir það munu fáir hafa álitið hreppstjórnina gróða-
veg, nema hafi það verið Árni biskup.
Eptir að þessi laun voru tekin af hreppstjórun-
um, fóru þeir að verða valtir í sessi; margir að eins
3 árin og ekkert meira; voru þá allt af valdir nýir
og nýir, og seinast næstum óhæfir menn, þegar binir
betri voru uppgengnir. Þá mun hreppstjórnin hafa
farið einna lakast fram víða hvar, af hinum sífelldu
hreppstjóraskiptum. En þó bar mörgum af þessum
þriggja ára hreppstjórum saman um það, að hrepps-
stjórnar-árin, þó þau væri ekki nema þrjú, hefðu
næstum verið búin að setja sig á höfuðið. Þannig
lýstu þeir hreppstjóra-gróðanum, og það með rjettu,