Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 241
241
enda var þá ekki orðin siður að taka borgun fyrir
hverja einustu smáferð í sveitarþarfir. Þetta breytt-
ist nú mikið til betra með tilsk. um sveitarstjórn 4.
maí 1872, því þá var fátækrastjórninni ljett af þeim,
og svo fá þeir nú árleg laun eptir stærð hrepp-
anna.
Það er óneitanlegt, að förumenn voru helzt til
margir á fyrri árum, eins og höf. segir, og mun það
að nokkru leyti hafa verið að kenna afskiptaleysi
hreppstjóranna. En þess ber að gæta, að föru-
mennskan eða flakkið var gömul erfðasynd frá
fyrri öldum, sem eigi var hægt að uppræta allt i
einu, þó það hafi nú loksins tekizt. Það má líka
ráða af Instrúxinu, að sýslumennirnir hafi fyrrum,
líklega eptir konungsbrjefi frá 10. marz 1784, gefið
sumum passa til að fiakka um sýsluna; þvf það
segir svo í 47. gr.: »Hvorki má hreppstjóri líða
nokkurri mauneskju, sem ekki hefur síns rjetta
sýslumanns passa upp á umferð innan sýslu, að flakka
um hreppinn og betla, nje heldur má hann dirfast
að gefa nokkrum leyfi þar til, o. s. frv.«. Hvenær
sýslumenn hafi hætt að gefa slíka umferðarpassa,
hef jeg hvergi getað fundið; en varla hefur það
verið fyr en nokkru eptir 1810 og á meðan var
lítil von að flakkarar fækkuðu til muna.
Förumenn þeir, er höf. nefnir, voru að sönnu
til, en ekki voru nema 2 af þeim beiningamenn.
Hinir voru opt í vistum að nafninu, en fengu stund-
um gott leyfi hjá húsbændum sínum til að lypta
sjer upp á veturna; hafa þeir líklega gjört það sjer
til heilsubótar, enda vöru margir af þeim orðnir
heilsugóðir. Sá lakasti af öllum þessum förumönn-
um var Styrbjörn, sera hafði komið hingað af Aust-
fjörðum á bezta aldri, og borið sig hörmulega af
—16