Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 242
242
meinlætum þeim eða vatnssýki, er kann sagðist
þjást af, þangað til hann var læknaður á þann hátt
er höf. segir frá. Hann mun hafa flakkað hjer um
30 ár og helminginn af þeim tíma steinblindur.
Var það þungt fyrir sýslubúa að ala slíkan náunga
allan þann tíma, sem átti framfærslurjett á Aust-
ijörðum. Að illt og óhentugt uppeldi hafi átt nokkurn
þátt í ómennsku þessara garma, er mjög líklegt;.
en sumir af þeim, sem jeg man eptir, voru samt
þeir húðarletingjar, að harðstjórnin, sem orð er á.
gert að hafi verið fyrrum, hafði ekki getað gjört þá
að svo dugandi mönnum, að þeir gætu liðizt í vistum
nema um sumartímann og stundum fram eptir haust-
inu. Hvort mildari stjórn hefði getað það, er ekki
liægt að segja.
11. Ýmislegt.
Af því svo margt mátti setja í þennan kafla,
hefði eigi átt illa við, að höf. hefði eitthvað lýst
reiðtygjunum fyrrum, því þau voru talsvert frá-
brugðin þeim, sem nú tíðkast. Fram yfir miðja öld-
ina voru kvennsöðlarnir, einkum heldri kvenna,
látúnsslegnir allir að utan bæði sveif og bríkur með
heldur þunnu látúnir sem allt var mótað eða stimpl-
að út með upphleyptum rósum og sumstaðar dýra-
myndum. Setan var ýmist úr dökku eða grænu
klæði, stundum úr vaðmáli, og löfin af sama, en
þau voru ætíð dökk; svo voru bríkurnar og sveifin
látúnsbrydd. Á minni háttar söðlum var haft dökkt
vaðmál utan á sveif og bríkum, en látúnsbryddir
voru þeir eins og hinir, og látúnsskjöldur framan á
trambríkinni með fangamarki kvennmannsins, en
annar á apturbríkinni með ártalinu. Þegar jeg man
fyrst til, voru engar dýnur undir söðlunum, heldur