Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 244
244
hún var látin í seinni eyrnahringinn. Allur þessi
búningur var úr kopar, og eins stokkarnir til að
smeygja undir ólarsprotunum, sem gengu niður í
stengurnar; voru þeir optast 3 hvoru megin. Kop-
ardoppur voru lika á sumum höfuðleðrum. Taum-
arnir voru stungnir úr leðri, eins og enn er títt.
Frarn yfir 1830 riðu margir eða flestir karlmenn
í bryggjuhnökkum; en þeir voru því svo nefndir, að
á miðjan frambogann voru nelgdar bryggjur, er
náðu niðúr jafnt setunni, rúmlega 2 þuml. háar að
neðan, og kringdar f neðra endann, en mjókkuðu
allt af upp. Bryggjurnar voru báðum megin yfir-
klæddar, og látúnsbryddar að ofan. Skinnin voru
úr eltu leðri, jafnbreið aptan og framan, rúmlega
eins löng og hnakkurinn; við þau voru saumaðir list-
ar af sama, lá annar yfir frambogann aptur að
bryggjunum, en hinn yfir apturbogann ofan yfir end-
ann á setunni. Setan var úr þykku klæði eða vað-
máli, annaðhvort dökku eða grænu, öll stönguð í
odda með rúmlega þumlungs millibili, líkt og yfir-
dýnur á hnakka eru nú stangaðar; svo var setan
nelgd á hnakkinn með látúnsbólum allt í kring.
Koparnef stórt, annaðhvort sívalt eða áttkantað, var
nelgt ofan á topp frambogans; mun það hafa átt að
vera til prýðis. Ekki voru dýnur undir þessum
hnökkum, heldur þófar eins og undir söðlunum, en
nokkuð voru þeir minni og heldur þynnri; en það
fór eins með þá og söðulþófana, að þeir smálögðust
niður. Þegar búið var að leggja á hnakkinn, var
lagt yfir hann blátt yfirklæði fóðrað, er náði nokkuð
aptur á hestlendina; voru skorin á það 4 göt; tvö
af þeim voru yfir apturboganum, til að draga upp
um hnakkólarnar, ef eitthvað þurfi að binda fyrir
aptem sig; hin tvö voru rjett neðan við setuna fram-