Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 245
‘245
arlega, því þar voru reknir litlir kengir niður í
fjölina og voru í þeim ofurlitlir koparhringar fyrir
bandið, sem sessan var bundin með; var það venju-
lega stór flossessa með skúfa í hornum. Sessuband-
ið var rúmur hálfur þuml. á breidd, optast spjaldoflð
leturband, með hamingjuóska vísu; máttu skáldin á
þeim árum vera viðbúin að yrkja slíkar vísur, bæði
i þessi bönd og styttubönd kvenna. Sessuböndin
voru algeng á ungdómsárum minum, svo jeg sá þau
opt og lærði vísurnar. Skömmu eptir 1830 lögðust
þau niður; þá komu yfirgjarðir í þeirra stað; fluttist
þá hingað nokkuð af útlendum skrautborðum 3 þuml.
breiðum, sem margir keyptu til að hafa þá í þessar
gjarðir, og stönguðu á þá ólarsprota og hringju.
Yfirgjarðirnar hjeldust við þangað til alskinnuðu
hnakkarnir komu upp, en þá var hætt að brúka
yfirklæði og sessu. Reiðarnir, sem fylgdu bryggju-
hnökkunum, voru að allri gerð mjög likir söðulreið-
unum, nema kúlan var miklu minni og engir spað-
ar út frá henni. Eins voru beizli karlmanna mjög
lik kvennbeizlunum, nema þau voru optast með
járnstöngum.
Þessi gömlu reiðtygi ættu að komast á Forn-
gripasafnið, ef þau væri nokkursstaðar til, því að 100
árum liðnum yrðu þau talin merkir forngripir.
Hversdagslega var þófi með þófaól og ístöðum
aðalreiðver karla og kvenna. Kvennfólkið hafði
þófabrekán eða áklæði ofan á þófunum, en karl-
menn svart gæruskinn og sessu, sem var bundin
með sessubandi niður í litla hringa í þófólarstokk-
unum eins og á hnökkunum.
I þessum kafla gjörir höf. mjög mikið úr harð-
ræði því, sem beitt var fyrrum bæði í löggjöf og við
börn og hjú. En slíkt harðræði var að mestu lagt