Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 250
250
elztu skálda norrænna. Kenning Búgga var sú, eins
og le6endur Tímaritsins vita, að megin allra nor-
rænna goðasagna og hugmynda væri komið frá
kristnum mönnum vestan um haf á víkíngaöldinni.
Upphaf þessarar víkíngaaldar vita menn með vissu
að er árið 787 (sjá hjer síðar rit Tarangers). Allir
menn neyðast til að játa það, að smá skottuferðir
til rána lítinn tima úr sumri hafa ekki breytt mikið
sálarástandi víkinganna eða frætt þá mikið um
mentun eða trúarskoðanir þjóðanna sem þeir ræntu.
Fyrst þegar þeir setjast að í hernumdu löndunum
og fara að hafa nánari kynni af þjóðunum geta slík
áhrif komið til greina, en það verður fyrst 851 á
Englandi. Á írlandi var það að vfsu 836, en þar
skildu víkingarnir ekkert orð í máli landsbúa1. Hjer
bætist eitt við enn, sem allir ættu að geta orðið
ásáttir um, og það er, að þessi áhrif geta ekki orðið
svo sterk á fám árum, að allar goðahugmyndir þjóð-
anna og trú umhverfist, svo semBúgge kennir, til þess
mætti taka minst 50 til 100 ár og er þó skemri tími
1) Höf. virðist (bls. 13) leggja óþarflega mikla áherzlu á
það, hvort kenning Storms eba Steenstrups sje rjett, að það
hafi verið Danir eða Norðmenn, sem herjubu á Irland um 800.
Til þess virðast valla næg rök að gera niðurstöðuatriði höf-
undarins háð þeim rannsóknum, allra sízt þegar höf. hefur
sjálfurrjettilega sagt, að áhrit frá Irlandi geti varla komið til
greina fyrir 836, og þó svo væri, hver getur sagt, nær Norb-
menn komu til írlands? Við vitum að minsta kosti, að þeir
eru aungu fáliðabri en Danir um 830; um þab eru bæbi ann-
álar og Snorri sammála (Normænnerne II. 381. Aungum dett-
ur víst í hug, að þeir hafi komið þar allir á einu eöa tveim
árum; hjer verður því timamunurinn valla nema 10—20 ár
og því þýðingarlítill, þó Steenstrup annars kunni ab hafa
rjett fyrir sjer.