Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 252
252
ofurlítinn bjarma af morgunljósi þessa mikla dags-
bregða yfir þessi kvæði, og gæti það þó varla verið-
nema geisli og geisli á stángli, óljós og hvikull, og
ekki glæfa yfir Braga. En hjer bregður undarlega
við, því höf. kemur ekki einungis með alla helztu
guðina í röð, heldur les hann fyrir oss með ljósum
orðum upp úr kvæðum þessum meira og minna af
öllum goðasögunum fornu og þar er mikið af goða-
fræði Sæmundar Eddu og eins af undirstöðunni und-
ir flestu því, sem Snorri byggir á Eddu sína, svo
hjer hefur höf. fundið það sem hann var að leita að^
og i rauninni miklu meira en við varð búizt af þess-
um drápustúfum og lausavísum, sem eru auk þesa
ekki nema rúm hundrað erindi þegar alt er talið-
Siðan segir höf. (bls. 10—11):
»Ef vjer viljum nú taka þessa búta sem hjer
hafa verið tíndir saman og gera oss úr þeim heil-
lega mynd af trú feðra vorra við lok niundu aldar,.
þá mætti kannske í stuttu máli lýsa henni á þessa
leið: Vjer sjáum þar volduga goðþjóð, sem er að
miklu leyti einn ættbálkur; hún skipar sjer öll um
Oðinn sem æðstan goða og ágætastan, föður mann-
kyns og drottinn Valhallar, þar sem hann fagnar
valdauðum mönnum. Hann er guð þeirra íþrótta^
sem göfugastar eru taldar, sem eru hernaður og skáld-
skapur. Hann hefur farið víða um lönd og á sjer
þvi fjölda nafna. Honum eykst ávalt vizka; það
vinna hrafnar hans. Kona Oðins er Frigg, synir
hans Þór, Meili og Baldur. Móðir Þórs er Jörð, era
Sif kona hans. Týr er einn, þó óæðri þeim Þór og
Oðni, og enn eru þeir Freyr, Ullur, Vili og Hænir-
Allir þessir eru taldir til goðþjóðar og eins hinar
helztu af gyðjunum, sem vjer þekkjum glöggvar úr
öðrum stöðum, svo sem: Frigg, Freyja, Sif, Iðunn.