Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 253
253
<og auk þeirra Gefn, Gefjon og Þrúðr. Það sem sagt
er um Iðunni, að Þjazi rænti henni og hún geymi
•ódáinsepli guðanna, er hjer einkar-merkilegt.
Athafnir Oðins og Þórs eru auðvitað að vinna
heill guðum og mönnum, en fjendur hvorratveggja
eru jötnaættir og afkvæmi Loka. Höfuðeinkunn og
aðalkjarni hinna elztu goðsagna sem til vor eru
komnar, er hluttaka Oðins í styrjöldum jarðneskra
þjóðhöfðingja, og hin eilífa barátta Þórs við illar
vættir, og var hvorttveggja starfið hið háleitasta
eftir hugmyndum þeirra tíma«. Fleira færir höf. til
síns máls og telur upp fjölda sagna, sem drepið er
ú í kvæðum þessum, en Búgge telur komnar að
vestan. Það er því ljóst, að hjer verður eitthvað
undan að láta. Þessar goðasögur geta ekki bæði
verið komnar að vestan með víkingunum og þó ver-
ið þjóðkunnar um Norðurlönd, þegar víkingaöldin
hófst. Hjer eru þvi tveir vegir fyrir Búgga og hans
sinna, annar sá, að færa rök fyrir, að þessi kvæði
sjeu ýngri en menn hyggja nú og því rangt feðruð.
Hinn er sá, að kannast víð, að þessar hugmyndir,
hvort sem þær eru kristnar eða ekki, sjeu komnar
til Norðurlanda laungu fyr en ferðir hefjast þaðan
til Bretlands og írlands.
Síðast í ritgerð sinni telur höf. mjög á þá
kenníngu, að víkingaöldin hafi getið af sjer hetjudýrð
Valhallar, gert Óðinn að herguði og skapað valkyrjur
og einherja. Drög til þessa finnast þegar hjá Braga
þar sem Óðinn er herguð, og allir þeir staðir sem
goðasögurnar greina frá eru annaðhvort í norðri,
austri eða suðri, aldrei i vestri. Það er því viður-
eignin við nábúana fyrir norðan, austan og vestan,
sem fylt hefur Norðurlönd með vopnabraki og gert
Valhöll að herbúðum. Það sýnir að þær hafa mynd-