Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 256
256
hneigist niður, sigur til viðar. Seinna verður sólin
að persónu og fær þá meðal annars nafnið Freyr,
það er húsráðandi, herra, drottinn, eins og Freyja
er húsmóðirin, húsfreyjan. Líka nafnið Baldur, sem
þýðir höfðíngi, eins Forseti, sem enn er óbreytt.
Annars þekkjum við allir þessar merkíngar úr rím-
um og kvæðum.
4. ægir. Orðið merkir upprunalega ekki annað
en vatn og verður síðar að persónu. Sá er oft fas-
mikill og ekki smár á svip við strendur Noregs og
Islands, og ekki um skör fram, þó hans sje þar
stundum að misjöfnu getið. Eitt nafna hans er Fenrir,
sem er skylt orðinu fen.
5. sálir dauðra manna. Þær fara i Hel, sem er
hola eða gröfin og lifa þar sínu lífi, því voru vopn
«g búshlutir grafnir með mönnum, svo þeir skyldu
ekki vera þar áhaldalausir. Stundum kemst þessi
andi aftur í menn eða dýr og er þá sem endurvak-
inn maður. Stundum fara sálir í hópum með vind-
um og gera mönnum bæði gagn og ógagn.
Þetta eru frumhugmyndir goðatrúarinnar; hjer
er eingin röð eða regla, einginn tignarmuuur, allir
eru jafnháir eða rjettara sagt: hver er hæstur í
sínu ríki. Stormurinn er einráður, þegar hann ter
í ásmegin, sóiin þegar hún skín o. s. frv. Sá af
sólarsagan gamla, það er ferð sólarinnar niður að fjallabaki;
hún fer þá til bjargsala sinna. Þó þessi ritgjörð sje merki-
leg og mjög margt skarpt hugsað í henni sem goðafræði
snertir, þá læt jeg þó nægja að vísa hjer til hennar, þeim
sem meira vilja vita, þvi ritgjörðin er ekki síður málfræðis-
leg og svo spreinglærð, að lesendur mínir mundu margir
verða litlu nær, þó þeir feingju hana á beinharðri íslenzku
alla saman.