Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 257
257
guðunum, hlaut þvi fórn og ákallan, sem í þann
svipinn mátti sín mest. En hvort hjer voru lifandi
persónur,|sem stjórnuðu þessu, eða það voru form-
iausir"hlutir,vað þvi spurði víst einginn í þá daga.
Þessar voru hugmyndir alþýðu lánga leingi og
kannske alt til kristni. Heldri mennirnir, sem stýrðu
guðsþjónustu og helgihöldum, komust brátt leingra.
Næst eftir þessa óljósu trú koma goðasagnirnar.
Þá fara menn að hugsa sjer náttúrukraftana eins
og verur i mannsgeríi og þá fara að gánga um þá
sögur. Slík ummyndan hefur orðið í öllum trúar-
brögðum. Þannig segja ýmsir fræðimenn að sagan
um Samson í Biblíunni hafi myndazt eftir gamalli
sögu um sólguðinn. Næst eftir goðasagnir koma
ýkjusagnir, eins og sagan um lögregluþjóninn, sem
lagði spjótinu í síðu Krists, þar sem hann er látinn
heita Longínus og sagður blindur, og sama eru allar
sagnirnar um gyðínginn gángandi. Mart af þessu
■er beinn skálda-tilbúningur, eins og mart af grísku
guðasögunum eru verk Hómers.
Þegar náttúruöflin verða að persónum, fá þessar
persónur ýmsa fylgifiska, sem þær mega ekki án
vera, svo sem að Þór fær þjón og hafra. Slíkt alt
er nýtt og kemur eldíngar-hugmyndinni gömlu ekk-
•ert við. Mansgerfi hans og störf heimta slíkt og
svo er með aðra guði. Hjer skal nefna hvern um
sig.
1. Þór hugsa þjóðirnar sjer sem úngan mann
eg afar-ramman að afli. Hann fer i vagni um him-
ininn. Sá vagn var nefndur reið, og dununa af
reiðinni köllum vjer enn reiðarþrumu (á sænsku
Aska, og það orð stytt úr ásækja). Akdýrin eru
hafrar. Þeir eru fótvissari í fjöllum en hestar, og
j>ess þarf Þór mjög við, því bólstrar þrumuskýjanna
17