Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 259
259
eru einkum sálir þeirra manna, sem róstusamt áttu
i lífinu, svo sem víkíngar og styrjaldamenn. Því
heitir salur Oðins Valhöll að þángað safnast hínar
föllnu hetjur eða valurinn. Valhöll er því frá önd-
verðu sama sem Hel eða gröfin, að eins fegra nafn
á sama heimkynninu. Þegar Hel verður að persónu,
verður það kona af því að orðið er kvenkennt.
Hún er og dökk og köld eins og gröfin. [Á sama
hátt verður regnboginn að persónu. Það er Heim-
dallur, sem er vörður regnbogans og merkir þann,
sem ljómar um heiminn. Hann er fagur ásýndum
og sjer víða um heim, því hann býr að Himinbjörg-
um. Þau merkja skýin eins og áður er sagt. Þór
fer þar eftir tindum, en regnboginn er skorðaður
við hamrabeltin hið neðra]. Af þvf Oðinn á valinn,
heitir hann Valfaðir, en Sigfaðir af þvf hann ræður
sigri og býr að Sigtúnum. Því lætur Snorri hann
vera konúng í Sigtúnum I Sviaríki. Á þeim túnum
hugðu lærðir menn að guðir allir hefðu forðum
verið frægir menn og hafnir síðan í guðatölu, eins
og títt var i suðurlöndum t. d. um Rómúl og suma
keisarana rómversku, og það villir Snorra.
3. Af nafnafjölda sólguðsins varð Freyr fræg-
ast, sama sem drottinn eða herrann, sem áður er sagt.
Hann er úngur maður og fagur með gyltan hjálm
eins og sólskinið sjálft, sem nefnist Gullinbursti eða
Hildisvín. Slíkar myndir er sagt að hinir fornu
Germanir gerðu á hjálma sina og bárust þau nöfn
svo síðar á sjálfan hjálminn og það varð aftur til
þess, að menn gerðu það af misskilníngi að lifandi
gelti; þaðan er kominn göltur Freys. Bústaður hans
er að Uppsölum, það eru hinir háu salir himinsins,
en urðu svo Uppsalir í Svíaríki, af því nafnið var
eitt.
17*