Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 260
260
4. Ægir er maður nokkuð við aldur, glaður á
manninn og gestrisinn og býður mönnum óspart til
drykkju, en öl hans skeinkir sig sjálft. Rán, hús-
freyja hans, er verri viðfángs, og hefur nafn sitt af
því, að hún rœnir menn lífi og góssi og dregur alt
til sin niður í djúpið, sem hún má. Dætur Ægis
eru ljettar eins og bárurnar og ekki mjög stiltar.
Áhrifin af voðaverkum hafsins birtast þó enn glöggar
þar sem því er jafnað til úlfs (Fenrisúlfur), eins hins
ólmasta dýrs á landi, eða þvi er líkt við orm, sem
alt svelgir og liggur um alla jörðina (Miðgarðsormur,
jarðarfiötinn kalla þeir miðgarð).
Þegar hinar heiðnu guðahugmyndir eru komnar
svo lángt, sem nú var sagt, þá verða þær alt i einu
fyrir áhrifum nýrra andlegra strauma, sem sveigja
þær að miklu leyti f nýja stefnu. Þessir straumar
eru lærdómar hinnar kristnu trúar og af áhrifum
þeirra fer heiðnin að finna duldar og dýpri þýðíng-
ar i hinum fornu hugsjónum sínum, en þær sem
birtast á yfirborðinu. Á þann hátt smeygjast þar
alstaðar inn nýir trúar- og siðalærdómar að mestu
leyti eins og hinir kristnu og alt með sama heim-
spekisblæ. Oðinn verour guð vizku og þekkíngar,
ímynd hinnar skáldlegu andagiftar, drottinn himins
og jarðar, faðir guða og manna. En hvers vegna
er nú Oðinn hafinn svo hátt, en hvorki t. d. Þór
nje Freyr? Sú sök er til þess, að Óðinn er guð
sigurs og hernaðar og þvi líka guð vikínga, kónga
og höfðfngja. Alþýða manna hefur að lfkindum við
komu kristindómsins staðið enn þá á hinu eldra og
lægra stigi og aldrei lært að þekkja þann Oðinn,
sem höfðíngjarnir tignuðu. Víkingarnir setja þannig
stormguð sinn æðstan og þeir fara allir til Oðins
eins og kunnugt er, og þá er Valhöll ekki leiogur