Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 263
263
sóttdauða raenn og Oðinn alla vopnbitna. Eftir þvi
sem segir í gömlum kvæðum, fara sumir á Þrúð-
váng til Þórs og þar er líka sagt að Freyja taki
háltan val. Á einum stað í Eiglu segir, að dauðar
konur fari til Freyju, og í Hálfs sögu, að sjódauðir
menn fari til Ránar. í Eyrbyggju segir frá bygð
sálna i fjöllum og haugum. Af sama tagi er trú
manna á endurfœðíng, eða sú trú að sál látins mans
komi aftur fram í lifandi manni. í Eddukvæðunum
kemur þessi trú fram á einum stað með berum orð-
um, þar sem Högni óskar að Brynhildur megi ekki
verða endurborin. Þar segir líka í lesmálsgrein við
Helga kviðu Hjörvarðssonar, að hann og Svafa yrðu
endurborin, og við síðari kviðu Helga Hundíngsbana
segir skrifarinn, að þau Sigrún yrðu endurborin og
segir hann það vera trú í heiðni, þó það sje nú
kallað kellíngarvilla. Síðar sýnir höf. fram á, að
sú hafi verið trú manna að Helgi Hjörvarðsson væri
endurborinn í Helga Hundíngsbana og hann aftur í
Helga Haddíngjaskaða. Hann ætlar að sú trú hafi
kannske stuðzt við það, að menn bugðu þá skylda,
en mest við, að hver af öðrum ber sama nafnið.
Því næst telur höf. fjölda þjóða og trúarbragða, sem
kenni endurfæðíng: Brama og Búdda á Indlandi,
Drúídarnír í Gallíu, trúarspeki Gyðínga (Kabbala)
og nokkrir kristnir trúarflokkar í Austurálfu. Algon-
kin-Indíánar í Norðurameríku grafa dáin börn sín
við vegi og brautir, svo sálir þeirra geti skotizt í
konur þær sem um veginn fara og fæðst svo að
nýju. Þegar konur í Orissa á Vestur-Indíalandi ala
börn, þá er presturinn kallaður til að rannsaka og
skoða barnið til að sjá, hver af ættíngjum þess sje
nú kominn aftur og fær þá barnið þess nafn sem
það líkist mest. Á sama hátt verður endurfæðíng