Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 264
264
með nafni á Norðurlöndum. Starkaður segist vera
afi sinn endurfæddur (sjá Fornaldars. III., 36). Olafur
helgi er sjálfur opinberlega að hrekja þá trá manna,
að hann sje 01. Geirstaðaálfur endurborinn og sjest
því, að slíku hefur þá verið alinent trúað. Eins
biður Brjmjar Þorstein Uxafót, að láta heita eftir
sjer þegar Þorsteinn sje kristinn orðinn, og með því
bragði hugðist hann ná eilífu lífi kristinna manna.
Alt þetta sýnir, að trúin á endurfæðing manna
hefur verið mjög sterk hjá fornmönnum og útbreidd
víða um heim. Þvi næst rekur höf. upptök og sögu
þessarar trúar meðal germanskra þjóða. Þó þessi
siður sje gamall hjá þeim, er þó annar enn eldri
og þessum gagnstæður. Þar er nafnagiftum svo hátt-
að, að sonurinn ber helming af nafni föður eða
móður og svo nýjum bút skeytt við, til dæmis: Fað-
irinn heitir Ragin-har, móðirin Amal-gard, þá heitir
sonurinn annaðhvort j5flgfiw-hild, Chlot-áar, AraaZ-fred
Angil-grarcZ eða Ragin-gard. Fyrstu merki þess, að
nafn gangi óbreytt frá feðrum til niðja finnur höf.
á 5. og 6. öld hjá búsettum Germönum i Gallíu.
Þitðan færist svo siðurinn norður á við og finst á
Norðurlöndum á 9. öld og þar eftir. Þe3si trú heimtar
það, að sá sje dauður sem eftir er heitið, því ann-
ars er endurfæðing ekki hugsanleg og því er það
ljósast merki um hnignun hennar, eða dauða, að
börn eru látin »heita í höfuðið á« mönnum. Höf.
segir nafnagiftirnar fylgi þessum reglum:
1. Börnin eru heitin eftir dauðum forfeðrum
sínum eða allra nánustu frændum.
2. Barn fær nafn nýdáins ættingja, einkum ef
það var í móðurlífi þegar hann ljezt.
3. Sonur fæddur eftir dauða föður síns fær alt
af hans nafn.