Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 266
266
ættinni á Irlandi eftir 852 eru Goðfreðar þrír og í
Noregi eru nefndir Hálfdánar hver eftir annan, H.
livitbeinn, H. mildi og H. svarti. Þessi siður helst
svo í Danmörku fram um 1000 og í Sviþjóð og Nor-
•egi til 1200. Jeg þarf ekki að rekja það, því allir
þekkja Sveinana, Olafana, Knútana, Haraldana o. fl.
Höf. er þó ekki um, að Hákon gamli gefur tvisvar
nafn sitt burt að sjer lifandi, og það heldur hann að
Hákon geri af fyrirtekt, trúnni til bölvunar, og þar
sem Snorri segir að Guttormur hertogi tók son Har-
aldar hárfagra til fósturs og gaf honum nafn sitt, og
eins að Haraldur sjálfur gefi sonar-syni sínum, Har-
uldi gráfeld, sitt nafn, það verði að vera eitthvað
bogið hjá Snorra, því annars gerði það alt vitlaust
fyrir Stormi.
Sem dæmi þess að nafn sje gefið eftir nýdauð-
um frændum nefnir hann Höskuld Hvítanesgoða, sem
borinn var fám dögum eftir lát Höskulds Dalakolls-
sonar ömmuföður sins o. fl.
Höf. telur fjöldamörg dæmi þess, að synir eru
heitnir eftir nýdánum feðrum, svo sem í Noregi Há-
kon konúngur Hákonarson gamli og á íslandi Þórð-
ur Þórðarson (og Guðrúnar Ósvífsdóttur), Bolli Bolla-
son og Þorgrímur Þorgrímsson (Snorri goði). Sagn-
irnar segja reyndar um Ólaf Tryggvason og Ólaf
helga, að þeir sjeu fæddir að feðrum sínum nýdán-
um og þó ekki heitnir eftir þeim. En hjer hjálpar
Þjóðrekur múnkur. sem segir þá báða fædda að
feðrum sínum lifandi. Þá er Valdemar mikli Dana-
kongur einn. Hann er borinn 7 dögum eftir dauða
ir í Norm. II. bls. 157 og ái'ram, þá er að minsta kosti ætt-
erni þessara Haralda nokkuð óvíst, þó þeir kunni að hata
verið tveir til.