Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 267
267
Xnúts föður síns og þó heitinn eftir móðurafa sínum
rússneskum. Væru sagnaritarar Dana hjer einir um
hituna, þá liti þetta illa út, en hjer er Knytlingasaga
fróðari og hún greinir oss frá þvi, að móðir Valdi-
mars er á kynnisför austur á Rússlandi, þegar hún
•elur barnið og veit því ekki neitt af dauða Knúts
lávarðar.
Viðvíkjandi nafnagjöí eftir auknefnum getur höf.
þessara manna: Magnús góði er heitinn eftir viður-
nefni Karlamagnúsar og þaðan eru Magnúsar allir
komnir um Norðurlönd og Island. Skafti Þórodds.
son heitir eftir Þormóði skafta afa sínum, Gellir Þor-
kelsson er heitinn eftir Þórði gelli, Grettir eftir Ofeigi
gretti o. fi. En merkust er þó sú ættfærsla Gunn-
hildar kóngamóður, sem hann leiðir af nöfnum sona
hennar, Gamla, Guttoms og Gorms. Eins og við
viturn, telja flestar sögur Gunnhildi dóttur Össurar
totu af Hálogalandi, en Eiríkur krækti i hana hjá
Finnum þar sem hún var að læra galdur. Nú hafa
önnur munnmæli (sbr. Þjóðrek múnk) geingið, um að
Gunnhildur væri dóttir Gorms gamla Danakonungs,
■og hjer sýna nöfnin Gamli, sem kannske hefur heit-
ið Gormur gamli fullu nafni, og eins nöfnin Gormur
•og Guttormur, hvort sem það er einn maður eða
fleiri, að þessi ættfærsla Gunnhildar er rjett. Þeir
heita allir eftir Gormi gamla afa sínum. Orsök til
missagnanna álítur höf. þessa: Eiríkur blóðöx held-
ur fast á einingu ríkisins, sem faðir hans gaf hon-
um, af því kemst hörku orð á þau Gunnhildi. Mág-
^vr hennar deyju snögglega og þvi sjálfsagt af eitri,
•eitur er fjölkýngi og Gunnhildur því galdrafjandi.
Finnar voru galdrahundar mestu og hjá þeim hlaut
Gunnhildur að hafa numið ment sína, svo rammgöldr-
•ótt sem hún var. Nú myndi Danakóngur aldrei