Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 268
268
senda dóttur sína norður á Finnmörk, því hlaut húrt
að vera þar úr nágrenninu og þá dóttir kóngs á Há-
logalandi. Þegar svo er komið, er hægra við að
bæta ýmsum smásyndum, svo sem hefndargirni við
ótrúa elskhuga, eins og Þórólf og Hrút o. s. frv.
Vest fer fyrir sagnahöfundunum þegar þeir láta Har-
ald blátönn kæfa hana í feni eftir að hafa drepið
Harald gráfeld son hennar og gert hana sjálfa gift-
ingaræra á gamalsaldri, og svo sannast það af sögn-
um og ættartölum, að hann er bróðir hennar.
Þessi dæmi öll, sem fyr voru talin, færir höf. sínui
máli til sönnunar og telur þessa trú hafa haldizt
lengi um Norðurlönd og enn muniþargefin nöfn eftir
ákveðnum reglum, þótt trúin sje nú dofnuð. Á ís-
landi segir hann trúna hafa lifiað á 13. og 14. öldr
það sýni fornritin, og á Norðurlöndum lifi hún sum-
staðar enn. Um Island nú á dögum ritar höf. því
miður ekki, svo við fáum ekki að vita hvort við
trúum á endurfæðingu eða eftir hvaða reglum við
gefum nöfn börnum okkar. Kannske mætti geta
þess til, að þær reglur yrðu nokkuð flóknar.
Höf. tekur það loks fram, að þessi nafnagiftar-
regla geti orðið sagnafræðinni að miklu liði, eins og-
fyr var sýnt fram á um ætt Gunnhildar og fæðingar-
ár þeirra Olafanna, og enn telur hann það næga.
sönnun fyrir því, að rangt sje talin ætt þeirra Dana-
kónga til Ragnars loðbrókar, að aungum nöfnum ber
saman 1 ættinni1. Nokkur fleiri atriði nefnir höf. í
1) Hjer fer manni nú ekki að lítast á hlikuna, þvi eftir
eigin oröum höfundarins vitum við þetta eitt um natnagiftir
eða samheiti í Danmörku: Þar eru nefndir tveir Haraldar
frændur um 8C0 [sem kannske eru ekki frændur og kannske
alt sami maðurinn, það vitum við úr öðrum stöðum]. Fyrstu