Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 269
269
sögura, sem þessar nafnagiftir gætu orðið til að leið-
rjetta.
Það er og ályktan höf., að þessi endurfæðingar-
trú liggi til grundvallar undir endurfæðing goða og
manna eftir Ragnarrökkur, og menn hafa trúað, að
sálir góðra manna endurfæðist hvað eftir annað og
lifðu þannig eilíflega, en sálir vondra manna liðu
andir lok eins og Brynhildi var óskað, og þó höf.
vilji ekki beinlínis neita því, að Völuspá og Vnf-
fþrúðnismál geti verið kveðin af kristnum mönnum,
þá sje þó hvorttveggja kvæðið bygt á alheiðnum
hugmyndum. Jeg hef skýrt hjer allítarlega frá öll-
um aðalatriðum í ritgjörðinni, því hún er að mörgu
stórmerkileg, þó eðlilegt sje, að ýmislegt geti enn
verið vanhugsað í þessari kenningu, sem er að mestu
alveg ný.
Röricht nokkur hefur leitt rök að því, að menn
Rafi í fyrndinni soðið líkami dauðra manna til að
dosa holdið frá beinunum (sjá ritg. hans í Zeitschr.
f. d. phil. XXIV). Út af því hefur Maurer skrifað
•dálitla grein í XXV. bindið um það atvik i þætti Ein-
ars Sokkasonar, þegar Grænlendingar finna leifarn-
ar af Arnbirni stýrimanni og fjelögum hans og sjóða
alt saman i katli til að losa holdið af beinunum og
færa þau síðan biskupinum í Görðum, en ekki til
kirkju sem líklegast þætti. Meira talar M. ekki um
áreiðanlegu dæmin upp á nafnaerfðir telur hann Gormana og
Hörðaknútana, og þetta geta því vel verið fyrstu erfðanöfn
>konúngsættarinnar, og þó eigum vjer að sjá á nöfnum þessara
manna að þeir sje ekki komnir frá Ragnari, sem var kannske
■uppi heilli öld áður, og skírði því auðvitað alla sonu sína
»upp á gamla rnóðinn*. Sannfærist þeir sem geta. Sjá ann-
-ars hina fróðlegu ritgjörð Jóns próf. Jónssonar í Tím. XI.