Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 273
273
menn, að á hvert orð þeirra er hlustað með hinni
mestu athygli af öllum þeim mönnum, sem norræna
fornfræði stunda, og svo er nálega engin sú aí forn-
sögum vorum, sem ekki sje »reynd og prófuð«, veg-
in og metin fram og aftur í ritum þessara manna,
og um fjölda atriða hafa staðið margar og lángar
styrjaldir milli vísindamannanna og um sum stend-
ur orustan enn og hefur aldrei verið snarpari en nú.
I útlöndum lesa alt þetta ekki nema fáir fræðimenn,
aðrir skilja það ekki, en hjá oss þekkir nálega hver
alþýðumaður sögurnar og mundi hafa hina mestu
skemtun af að heyra sagt frá stórvirkjum þessara
ritgarpa, þvi margur beitir þar fimlega góðu vopni,
þó hinu sje ekki að leyna, að sumum bregði þar
nokkuð í ættina til illa kristinna feðra sinnaog berj-
íst þá með hnútum að víkinga sið. Lesendur mínir
verða þó að fara á mis við þessa skemtun í þetta
sinn, því mjer er markaður hjer svo þraungur bás,
að ekki er rúm til að leika sjer. Jeg skal þó skjóta
inn við og við því, sem jeg þori, til fróðleiks og skemt-
unar.
Sumum þykir það nú kannske óþarfa brángs
að fara að seilast til Tarangers og annara útlend-
inga til að fræðast um kristniboðið í Noregi, sem
sagt er svo ítarlega og fagurlega frá í sögunum og
hvergi betur en í Heimskringlu sjálfri. Þetta er og
satt, að miklu er það glöggvast sagt þar og ítarleg-
ast, og einginn maður neitar þvf, að snubbótt mundi
verða saga Norðurlanda bæði um það og annað, og
Noregs ekki síst, ef einginn stafur hefði verið skrif-
aður af henni á Islandi. Sá er og einginn nýtra
drengja, sem ekki gcfi sagna vorra með virðingu,
þó vjer getum ekki að því gert á stundum, þegar
verið er að tildra allra-hæstu köstulunum upp á Þjóð-
18