Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 274
274
rek múnk og Saxa, að oss finnist þá sem Snorri
Sturluson raundi ekki hafa minkað við það í höndum
sumra manna, að hann hefði verið fæddur í »Dan-
mark« eða »Norge«.
En einginn hlutur er alger og sögur vorar ekki
heldur. Margar af þeim eru ekki skrifaðar fyrri en
nálægt 300 árum síðar en tiðindi þau gerðust, sem
þær skýra frá. Það er ekki ósvipað því, að vjer
ættum nú að skrifa sögu eftir manna minnum, um
þá viðburði, sem gerðust hjá oss á dögum þeirra
biskupanna Jóns Arasonar og Guðbrandar Þorláks-
sonar. En þó fornmenn legðu meira á minnið og
kynnu betur sögur og kvæði en afar okkar og láng-
afar, þá er þó ekki kyn þó þeir blandi nokkuð sam-
an mannanöfnum og röð og stöðum viðburða. Vjer
tökum því með þökkum hverri leiðbeiningu, sem
eykur sögur vorar eða leiðrjettir þær, og vjer erum
þá einmitt svo heppnir, að um sama skeið sem elstu
sögur byrja, svo sem um Ragnar loðbrók og Noreg
á undan Haraldi hárfagra, þá hafa líka aðrar þjóð-
ir kynni af Norðurlandabúum og þessar þjóðir eru
svo mentaðar, að þær setja saman allauðuga ann-
ála um það, sem á daga þeirra drífur. Bæði gera
þetta Frakkar og aðrar þjóðir á vesturströnd Norð-
urálfu, sem verða á vegi vikinganna að norðan, og
eins þjóðir þær, sem bygðu hinar bresku eyjar, og
þær einar koma oss við hjer. Taranger verður því
að byrja fyrst á þvi, að skýra frá þjóðum þeim, sem
vikingarnir finna fyrir vestan haf og viðskiftum
þeirra við þær, sem loks verða til þess, að þeir taka
allir kristna trú.
Til hægðarauka leyfi jeg mjer að vísa mönnum,
til Miðaldasögu Páls Melsteds, bls. 54 og þar á eptir.
Það, sem þar stendur um ástandið á bresku eyjun-