Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 275
276
um og alla viðureign fra og Engilsaxa við víking-
ana, hafa nýrri rannsóknir látið óhaggað í öllum að-
alatriðum, en hinum, sem ekki hafa þá bók við hend-
ina, verð jeg að gera hjer dálitla úrlausn.
Þegar við höfum fyrst vitneskju af hinum bresku
eyjum, byggja þær ýmsir þjóðflokkar af keltnesku
kyni, meira og minna líkir að túngu og þjóðerni
eins og þeir eru að miklu leyti enn á vorum dögum.
Við Krists fæðingu ráða Bretar Englandi og komast
á vald Rómverja um stund, en um miðja fimtu öld
er þeim yfirráðum lokið og hafa þá Bretar, frar o.
fl. tekið við kristni. Um það leyti kalla Bretar
venslamenn sina af vesturströnd Miðevrópu og Vest-
ur-Þýzkalandi til hjálpar sjer móti Skotum að norð-
an. Englar og Saxar og fleiri flokkar koma og berja
með Bretum á Skotunum, en vilja svo ekki snúa
heim fil sín aftur, heldur setjast að þar, sem bezt
eru lönd Breta, en reka þá sjálfa á fjöll, mest vest-
ur á Wales og því kalla forfeður vorir það Bret-
land til aðgreiníngar frá Englandi sjálfu. Nú stofna
hinir nýju þjóðflokkar þar sjö smáríki um Austur-
og Miðengland og eru kallaðir einu nafni Engilsax-
ar. Þeir voru þá allir heiðnir og svo eru þeir nær
um 200 ár, en þá fara gömlu guðirnir að hrörna og
við lok sjöundu aldar verður heiðnin algjörlega að
þoka fyrir múnkum og trúboðum hinna smáu kristnu
þjóðflokka, sem umhverfis bjuggu. Að sönnu var
trúboð meðal Engilsaxa hafið frá Rómaborg um 600
og byrjaði álitlega, en var hálfkyrkt í fæðingunni,
hjelt þó áfram störfum sínum í kyrð í suðurhluta
landsins og varð drjúgum ágeingt. Um árið 700 hef-
ur kristin trú þegar náð þar fullum völdum og það
gegnir furðu, hve undrafljótt hún hefur getað vakið
þessa gáfuðu þjóð til mentunar og friðsamlegra starfa,
18*