Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 276
276
og sýnist það stafa af því, að trúboðið vérður þar
ekki með grimd og nauðgun, heldur smámsaman í
kyrð og friði, þar sem trúin ryður sjer beina leið til
sigurs með hinu innra afli sínu og mannúð og þol-
gæði trúboðanna, sem minnir oss ósjálfrátt á morg-
unstund kristninnar. Því England varð nú einn af
þeim fáu blettum l löndum Germana og Norðurþjóða,
sem kristnin þurfti ekki að löðra i blóði og strá
með glæpaverkum til þess að geta fótað sig.
Nú koma Engilsaxar góðri og þjóðlegri skipun
á kirkju sína og setja upp voldug og vel setin
klaustur viðsvegar um land, þar sem múnkar og
klerkar lesa og rita alskonar fræði, bæði forna og
nýja. Þá er þar uppi Beda prestur, fæddur 670,
dauður 735. Hann var múnkur í klaustri einu á
Norðymbralandi, ættlandi sínu, og hefur skrifað
kirkjusögu þjóðarinnar alt fram til 731 og frá hon-
um höfum vjer margt af þessum tíðindum. Beda
skrifar mest á latinu, og á því rnáli hafa þeir margt
skrifað sem enn er til, svo sem brjef og skjöl, æfi-
sögur helgra manna o. fl. Ein af þessum sögum,
Æfi Játmundar helga, hefur verið í bókakistu Ara
fróða á íslandi um 1100.
En þó vísindin sjeu þessum mönnum þakklátari
en frá megi segja fyrir þessi latínsku rit, þá er þó
hitt miklu merkilegast, að þeim lærðist þegar á átt-
undu öldinni að setja sína eigin túngu á bækur,
fyrst kvæði andleg og veraldleg og síðan sögur og
alskonar fræði og tiltölulega glöggar og ítarlegar
árbækur yfir alt sem þjóðinni bar að höndum og
tiðindum sætir. Alt það, sem sögur vorar tala um
England og ferðir norrænna víkinga vestur um haf,
alt frá herföruui Loðbrókarsona á síðari hluta ní-
undu aldar (860—870) og fram til þess að Haraldur