Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 277
277
Sigurðsson fer feigðarför sína til Englands 1066, alt
það er skráð í árbókum Engilsaxa, að sönnu marg-
falt styttra, en þó betur skipað að timatali sem von
er, þar sem flest er skrifað nær samtímis. Vjer sjá-
um líka á þessum ritum, að norrænu víkingarnir hafa
þar fundið náfrændur sína og að túngur þeirra eru
svo likar, að hvorir munu nokkurn veginn hafa skil-
ið aðra. Engilsaxar færa oss þó ekki einir saman
fregnir af athöfn feðra vorra, því keltnesku flokk-
arnir, einkum írar, höfðu þegar laungu fyr sett
túngu sína á bækur og frá þeim eigum vjer fjölda
annála, sem geta Norðmanna á írlandi o. fl. írskir
einsetumenn reika og fyrstir manna hjer um norður-
höfin til að leita sjer næðis, og setjast að bæði á
Færeyjum og á íslandi, en hröklast þaðan fyrir Norð-
mönnum. Hjá oss finna landnámsmenn írskar bæk-
ur og fleira, eins og kunnugt er, þegar þeir koma
að byggja landið.
Við lok áttundu aldar sitja þessar þjóðir þar í
löndum sinum i allgóðum friði, stunda visindi sín i
næði og efla velmegun landanna og fremja helgisiði
sína í ró. En þá er það, að árbækur þeirra flytja
oss hinar fyrstu sönnu fregnir af feðrum vorum á
Norðurlöndum, en alt til þess tíma vitum vjer ekk-
ert víst um þau lönd og þá menn, sem þar bygðu.
Eyja litil er við strönd Norðymbralands við sjálf
landamæri Englands og Skotlands. Hún er nú kölh
uð Holy-Island (eyjan helga) en forðum hjet hún
Lindisfarne. Þar stóð mikið klaustur og auðugt og
mjög frægt. Áttunda dag júnímánaðar 793 risu
klausturbúar úr rekkjum sínum að vanda, og kom
eingum annað i hug, en hann feingi að leggjast til
hvildar í friði að kvöldi eftir loknar helgiathafnir
og önnur dagsstörf, en þann dag sjá eyjarbúar hvar