Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 278
278
3 skip sigla af hafl og fara að eyjunum. Aðkomu-
menn hlaupa þegar iyrir borð, er skipin kenna
gruns og gánga á land, og gerðu þar skjótan enda
á friði hinna kyrlátu eyjarbúa, þvi fólkið brýtja
þeir niður sem hráviði, en reka fjenað til stranda
og höggva; líka drektu þeir ýmsum, bæði konum
og köllum, aðra flettu þeir klæðum og ljetu eptir
sára og nakta. Þeir brutu hús og hirslur og rændu
öllu sem Qemætt var og hendi varð á komið, hinu
spiltu þeir, og bækur klaustursins brendu þeir eða
fleygðu þeim á hafið. Það er svo að sjá, sem ves-
língs menn þessir hafi ekki haft annað iyrir sig að
bera en krossa sína og faelgibækur ‘og varð þeim
það lítil hlíf móti vopnum ránsmannanna, sem von
var. Loks skildu þeir við þennan stað þögulan og
eyðilegan og leituðu annara rána. Síðan hjeldu
þeir heim að hausti við mikinn frama og gnægt fjár,
og meðal vina þeirra og frænda var ekki um ann-
að rætt allan veturinn en þessar sigursælu hetjur
og frægðarför þeirra vestur um haf. Næsta ár herja
víkingar enn á austurströnd Englands, drepa menn
og fjenað, brenna bygðina og taka konur og meyj-
ar frá sárum og drepnum frændum og mönnum,
draga þær á skip, smána þær og selja þær í þræl-
dóm. Það er rán Tyrkja í Vestmannaeyjum f eigin
mynd, nema hvað víkingar þessir sýnast enn þá
meiri blóðhundar og gánga enn þá betur fram í að
brenna helgistaði og svivirða konur.
Eftir þetta hefur Eugland frið um rúm 30 ár
fyrir víkingum, en á þeim tíma sveima þeir um
Irlands strendur og eyjar umhverfis, og brenna þar
og ræna klaustur og kirkjur. I einu klaustrinu
drápu þeir 68 múnka. Loks taka víkingarnir Ir-
land og setja höfðingja yfir 836. Um það leyti byrja