Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 279
279
ránin aftur á Englandi og víkíngar koma þar hvert
sumar fleiri og fleiri. Þá er Egbert Vestsaxakon-
ungur orðinn einvaldur yfir öllum smáríkjum Engil-
saxa, en bæði hann og Ethelwulf sonur hans verða
að þoka fyrir vikingunum og loks hætta þeir alveg
að fara heim á haustin og taka sjer vetursetu á
Thanet á suðausturodda Englands 851. Eptir 865
fara þeir fyrir alvöru að setjast að í landinu, nýir
stórflotar af vikíngum lenda þá á Thanet og taka York
866. Því næst fara þeir íil Aust-Angel (á suðaust-
urströndinni). Þar er Eadmund (Játmundur) konung-
ur. Þá eru nefndir þessir höfðingjar í liði víkínga:
Guðrum (Gormur enski?), Bagsecg, Oskytel og Half-
dane, allir konungar, Fræna, Ingvar (eða Ivar), Ubbe
og Sidroc hinn eldri og ýngri og kallaðir jarlar;
þykjast menn kenna þar Loðbrókarsyni. Þar biða
vikingar fyrst ósigur, en hefna þess grimmilega,
taka Játmund konung, og þegar Ivar getur ekki
kúgað hann til heiðni, lætur hann fjötra kónginn
við trje og skjóta örvum til bana. Hann var síðan
gerður helgur. Þetta er 870, sama ár og Norðmenn
finna Island, eins og Ari fróði segir í Islendingabók.
Um þetta bil ráða víkingar öllu Englandi að austan,
norður frá Skotlandi og suður að Themsá. Þá ráða
víkingar vestur í land, en fá þar viðnám af Æthel-
red (Aðalráði) Vestsaxakonungi og biða loks algerð-
an ósigur fyrir Ælfred konungi, bróður hans sem
sögur vorar kalla Elfráð hinn ríka og verið hefur
hinn mesti ágætismaður og besti höfðingi, og svo
vel að sjer, að hann varð einna fyrstur til að skrifa
engilsaxneskt lesmál, og honum eigna sumir mikinn
þátt í Anglosaxon chronicle, sem glöggvast segir sögu
víkinganna fyrir vestan haf. Guðrum, konungur á
Aust-Angel, einn af hinum norrænu höfðingjum læt-