Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 281
281
Næstu ár sitja norrænir höfðingjar að Norð-
ymbralandi, heiðnir og kristnir á vixl. Síðastur
heiðíngja þar er Eirikur blóðöx, og er tvisvar kon-
úngur á árunum 948—54, og á dögum Játgeirs
konúngs bróðursonar Aðalsteins 959—75 er líklegt,
að allir norrænir menn á Englandi haíi verið kristn-
aðir orðnir1. Þá má segja, að Norðmenn hafi bland-
ast. við Engla og sjeu ekki leingur sjálfstæður þjóð-
flokkur. En eins víst er hitt, að Englar sluppu ekki
úr þessari tvöhundruð ára styrjöld, án þess að bera
á sjer nokkrar menjar hennar. Bæði siðir og lifn-
aðarhættir hafa breyst að ýmsu, en flest merkin
bera málið og stjórnarskipunin, þjóðin hefur tekið>
upp grúa af nýjum orðum, hugmyndum og athöfnum,
eins eru lög, stjórnarskipun og stjetta orðin að ýmsu
sniðin eftir því, sem var í Noregi, segir Taranger,
en í Danmörku, segir Steenstrup; i þessum efnum
virðast því Englar hafa staðið á baki Norðmönnum.
En ekki færra hafa víkíngarnir haft að segja
frændum og vinum, þegar þeir komu að sækja þA
heim vestan um haf. Það voru fregnir um nýja
siði, nýja fjelagsskipun, nýtt andlegt líf og nýja
guði, og má aí ýmsu marka, að þessar fregnir hafa
orðið hinum forna hugsunarhætti og hinurn fornu
guðum ærið skeinuhættar, þó vant sje að flnna rök
til að alt hafi haft svo mjög hamaskifti sem pró-
fessor Búgge telur. Leikslok urðu sem kunpugt er
fall heiðninnar og sigur hinnar nýju trúar i Noregn
Þó nokkuð þraungdi siðar að kristninni á Eng-
landi við hernað Sveins Tjúguskeggs Danakonungs
1) Norömenn á írlandi eru þar 4 móti heiðnir íram á
11. öld.