Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 289
289
Svoldur árið 1000 hefur hann kristnað Noreg víða
með ströndum og reist þrjár höfuðkirkjur í Mostur,
Selju og Niðarósi. En það skiftir ossmestu, að þá
er trúin með hans aðbeiníngu lögleidd á íslandi.
Eiríkur jarl Hákonarson, sem mestu ræður i Noregi
eftir fall Ólafs, lætur hvern mann halda sinni trú i
friði, þvi þó hann hafi þar í landi mestan styrk
heiðinna manna, þá er hann svo ágætur maður og
svo rjettlátur, að hann hallar í aungu hlut kristninn-
ar, þó hún væri úng og minni máttar. En þó Ei-
ríkur lofaði kristninni að fara allra sinna ferða, þá
sýnist svo sem kristniboð Olafs hafi orðið til litils
eins og nauðúngarskírn hættir oft við, því höf. seg-
ir að við komu Ólafs Haraldssonar digra eða helga
(1015) hafi þau ein merki kristninnar verið í lög-
gjöf landsins að Hákon góði hafði fært jólin frá
miðsvetrarnótt sem áður var og til þess tíma sem
nú eru þau á. Þó voru þau miðsvetrarhátíð sem
áður, en ekki minningarhátíð fæðiugar Krists.
Kristniboð Noregs er því nær að öllu leyti verk
Olafs helga nema kringum þessar þrjár höfuðkirkj-
ur og á nokkrum stöðum öðrum með fram strönd-
inni. Það var þó mest vert, að hann kom lögbund-
inni skipan á kirkjuna um alt land, því öllum ber
saman um, að hann hafi sett þar kristinrjett með
bestu manna ráði, og lögin fornu vitna oft í sátt-
mála þá milli kirkju og borgara sem Ólafur helgi
og Grfmkell biskup settu á Mostrarþíngi. Innihald
þeirra laga og hvað víðtæk þau hafi verið er nú
vant að greina.
Allir þessir þrír konúngar, Hákon og Ólafarnir,
höfðu kristni sína frá Englandi, þvf Olafur helgi
var við hirð Englakonungs öðru hverju á árunum
1009—1014, og kynti sjer þar kirkjuskipan og
19