Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 290
290
kristnirjett og má sjá á norsku kirkjunni glögg
raerki þess, að hann hefur varið timanum vel. Allir
þessir menn fóru frá Englandi til Noregs og klerk-
ar þeir, sem þeir flytja með sjer eða gera orð eftir
síðar eru því flestir enskir eins og að líkindum læt-
ur, enda vitum vjer deili á þeim mörgura. Sög-
urnar segja með berum orðum, að Hákon sendi eft-
ir klerkum til Englands þegar hann ætlaði að hefja
kristniboðið. Kennimenn og trúboðar Olafs Tryggva-
sonar eru líka flestir enskir. Frægastur þeirra er
Sigurður biskup sem sagt er að vígði kjaltrjeð í
Orminum langa, og höf. færir rök til, samkvæmt
sögum vorum, að hann sje sami maður og Sigfriður
Sviapostuli, þó ýmsir hafi reingt það áður, og er
Maurer honum samdóma í því. Nafnið sýnir, að
hann er engilsaxneskur eða kannske norrænn. Ann-
ar er Þángbrandur sem oss er góðkunnugur íslend-
ingum. Hann kallar höf. Theoðbrand eftir Þjóðreki
munk og ættaðan af Flandri, en Maurer heldur að
óhætt sje að trúa Íslendíngum til þess, að hann væri
þýskúr, og hann álítur rjettast að lofa honum að
heita Þángbrandi framvegis, fyrst allir hafi verið á-
sáttir um það fram að 1892 nema Þjóðrekur'múnk-
ur. Þriðji er Þormóður, sem fylgir þeim Gissuri og
Hjalta til Islands. Höf. kallar hann blátt áfram
enskan prest og lætur hann vera lifíð og sálina í
öllu því, sem þeir Gissur hafast að á alþingi árið
1000,— og yfir orðum þeirra og athöfnum þar hvíla
anda og kraft hinna ágætu ensku biskupa Oswalds
ogÆlfheahs, en sá er hængur á því, að Maurer tel-
ur aungan fót fyrir því, að Þormóður sje enskur,
svo höf. getur kannske orðið leit úr anda þeirra
Oswalds.
Klerka, sem koma með Ólafí helga, segir höf.