Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 292
292
nöfn, og einhvernveginn urðu hvorir að gera sig
öðrum skiljanlega við trúarboðið. Þetta álítur höf.
að hafi verið vandræðalaust því Engilsaxneska og
Norræna hafi þá verið svo líkar, að nokkurnveginn
skildist, og það því heldur sem flestir kristniboð-
arnir muni hafa verið frá Norðymbralandi og þar
hafi túngurnar verið orðnar enn þá nánari sakir
norskra áhrifa. Sem dæmi set jeg hjer Faðirvor á
þremur málunum, en ekki get jeg að því gert þó
lesendum mínum þyki ekki túngurnar jafn líkar sem
höfundinum.
Fornislenzka (eftir gamalli guðsorðabók):
Faþer vár, es ert á himnom, helgesc nafn þitt, til-
kome ríke þitt, verþe vile þinn svá sem á himne oc á
jorþo; brauþ várt hversdaglect gef þú oss í dag,
fyrgef þú oss sculder órar, svásem oc vér fyrgefom
sculderum órum, oc eige leiþ þú oss í freistne, heldr
leys þú oss frá illo.
Norðymbriska:
Fader urer, ðu arð in heofnum, sie ðin noma
gehalgod; tocyme ðin rík; sie ðin willo, suæ is in
heofne and in eorðo; usenne oferwistlic hlaf sel ús
todæg and forgef us usra scylda, suæ and we for-
gefon usum scyldgum, and ne inlæd usih in costn-
unge, ah gefrig usich from yfle.
Engilsaxneska:
Du ure fæder, þe eart on heofenum, sy ðin nama
gehalgod; gecume þin rice; sy ðin willa swa swa on
heofenum swa euc on eorðan; syle us to-dæg urne
dæghwomlican hlaf, and forgif ús ure gyltas swa
sva we forgyfað þam þe wið ús agyltað, and ne
læd þu na ús on costnunge, ac alys ús fram yfele.
Sy hit swa.
Lög og stjórn norsku kirkjunnar, kristinrjettur