Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 294
2U4
það er sama og jarlsrjettur sem Noregs biskupar
höfðu, og earlsrjettur erkibiskupa Engla er samaog
hertogarjettur erkibiskups Norðmanna. Drög þykist
höf. finna til þess, að kirkjueigendur á Englandi hafi
ráðið presta til kirkna sinna, eins og var í Noregi og
á Islandi áður páfalög þraungdu þeim rjetti.1 Aður
tíund komst á eru tekjur biskups í Noregi þessar:
Kauplaus flutníngur á yfirreiðum, sakeyrir, reiða
(einskonar nefskattur, leifar af hofskattinum gamla;
og vígslukaup presta og kirkna. Störf biskups voru
hin sömu í allri kristninni: að vígja presta, kirkjur,
kirkjugarða, smurningarolíu (krisma) og hin helgu
ker (kaleika og patinur), ferma börn manna (það
gerðu prestar ekki í þá daga), skrifta þeim, sem
báðu og leysa þá. Fermíngin eða staðfestingin kall-
ast biskupan á Norrænu og Engilsaxnesku en ekki
annarsstaðar. Staða ensku og norsku biskupanna
er að flestu hin sama nema hvað tekjurnar eru
minni í Noregi og öðruvísi tilkomnar.
KirJcja, TcirJcjusókn. Öll orð sem hjer að lúta
eru úr Es. cyrce, circe, líka stafað kirke. Legstað-
ur, Es. legerstow. Kirkjusókn, Es. circe-söcn merkir
upprunalega aðsóknina sjálfa bæði á Norrænu og
Engilsaxnesku. Kirkjur í Noregi gerðu fyrst kon-
úngar og stórmenni á búum sínum eins og á Eng-
landi. Þær voru allar af viði og í laginu sem stafa-
kirkjur þær frá 12. öld, sem enn standa í Noregi.
Höf. sýnir fram á það með mörgum rökum, að þær
kirkjur hafi verið gerðar með alensku lagi og eigi
ekki hótið skilt við hin fornu hof eða það lag sem
1) Er svo að sjá sem prestar í Noregi hali átt nokkuð
harða húsbændur þar sem biskuparnir voru, því það varð
að banna þeim með lögum að hýða prestana.