Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 295
295
á þeim kann að bafa verið eins og þó áður hafl
verið álitið. Höf. segir, að öll hof hafl verið brotin
íNoregi og á íslandi og rannsóknir Sigurðar Vigfús-
sonar hafa sýnt, að hof og kirkjur hafi verið mjög
svo ólík að gerð. Kirkjum í Noregi var skift í flokka
eftir virðíngu og rjettindum: Fylkiskirkjur, hjeraðs-
kirkjur og hægindiskirkjur. Ensku kirkjunni var og
skift eftir sömu reglum, nema þar eru flokkarnir 4.
Stærð sóknanna var líka eftir enskri fyrirmynd og
alveg óháð hinni heiðnu hofsóknaskiftingu, þó þær
oft eðlilega hafi fallið saman bæði í fylkjum og hjer-
uðum. Fylkiskirkjurnar voru stæstar og fremstar
að virðingu og við þær einar mátti skíra og grafa
leingi frameftir.
Prestur. Það orð segir höf. komið beina leið úr
Es. preöst og eins er um orðin clerc, canonic (kan-
oki), prófast, munclif, abbot, munc o. fl., að þau eru
komin sömu leið nær óbreytt. Prestar eru kvong-
aðir í Noregi eins og á Englandi og hafa höldsrjett
sem er sama og þegnrjettur á Englandi. Þeir gegna
eins í Noregi veraldlegum sýslunum og á Islandi
hefur klerkur á hendi lögsögu og goðorð. Af tekj-
um presta er bæði legkaup og líksaungseyrir gold-
inn bæði í Noregi og á Englandi, en í öðrum ka-
þólskum löndum var slíkt talið okur. Það var og
merkilegt, að ljóstollurinn íslenzki hefur ekki tíðkast
í Noregi, en er þó enskur að uppruna og heitir á
Es. leoth-gesceot.
Lærdómur klerka var ekki fjölskrúðugur á þeirri
tíð. Þeir lærðu saung, það er: allar latínuþulur
þær og lánglokur, sem embættisgjörðinni fylgdu og
svo mikið urðu þeir að vita í latínu, að þeir gætu
farið rjett með þetta í kirkjunni, og messudaga alla
(o: rímið) urðu þeir að kunna reiprennandi. Latinu-