Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 297
297
Af þessum ástæðum öllum telur höf. það sannað, að
Norðmenn hafi skrifað kristinrjett sinn og líklega
meira um 1040 og þá um 80 árum áður en Islend-
ingar skráðu sín lög (um 1120).
Konráð Maurer álítur þar á móti, að Norðmenn
haíi skráð lög sín um 1100 og færir til þessar rök-
semdir: 1. Það er ekki líklegt, að íslendingar hefðu
stutt sig við Engilsaxnesku eina og vitnað til henn-
ar, ef þeir hefðu þekt norræna leturgjörð úr Noregi,
og jafnósennilegt er, að þeir hefðu ekki þekt hana,
ef hún hefði verið tíðkuð þar i 100 ár. 2. Höf. staf-
rofsritgjörðarinnar mundi ekki hafa látið norskra rita
ógetið í ritatali sínu, ef þau hefðu verið til. 3. í
máli Sigurðar Ranasonar í byrjun 12. aldar vísa
málspartar báðir til sögusagnar lögmanna en ekki
til skrifaðra laga; þeir mundu hafa gert það, hefðu
þau verið til. 4. Á þrætum Erlings jarls og Eysteins
erkibiskups árið 1164 sjest, að þá eru að eins ritað-
ar i Noregi lögbækur einstakra manna og frábrugðn-
ar að samsetningu, en eingin sem eignuð sje Olafi
eða Magnúsi í öndverðu og úr geti skorið. 5. Grá-
gás, sem eignuð er Magnúsi góða kemur fvrst fram
í Þrándheimi 1190 og er sett í samband við sættir
hans við bændur þar, og kölluð Ólafslög. Það er
þessi orðasveimur, sem komist hefur í Sverrissögu
og þaðan f Heimskringlu. 6. Það sýnir best óvissu
sagnanna, að sumir eigna lögin Olafi, aðrir Magnúsi
og þar að auki nær einginn vitnisburður lengra en
til daga Eysteins biskups. 7. Maurer neitar því
með öllu, að lög þeirra Olafs og Aðalráðs sje svn
lík, að af þeim verði nokkuð ráðið um skrásetningv
laga Olafs.
Þetta eru ástæður með og mót og eins og menn
sjá, er eingin alveg óræk, en fleiri menn fylgja