Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 299
299
siða er líkur nijög hinum ensku bæði að nafni og
formi og eins er um alla prestsþjónustu. Nafnið
skirn er þó eitt af þeim fáu orðum sem ekki eru
aðfeingin. Það er á Es.: fulluht eða fullwiht. En sið-
ur sá, að klæðast hvitu fyrir og eftir skírnina og
nafn klæðnaðarins: hvítavoðir, er líklega úr Es. og
þar af var dregið spjesyrðið Hvita-Kristur, og eins
af hinu, að bæði voðin og þó einkum olían, sem
smurt var með í skírninni, var á Es. kölluð krismi.
Höf. segir, að mjög alment hafl verið á Englandi,
að skira úr hráka1. Sá siður barst og til Noregs,
•en var afnuminn með páfabrjefl 1206. Fermingin,
sem líka kallast biskupan og athöfnin sjálf var á
Ks. bisceopian,biscopgan. Þó var tíðara hið þýska
orð, að ferma, sem komið var úr latínu confirmare.
Fermíngin var biskups verk eins og fyr var getið.
Skriftir hjetu á Es. scriftgangan og að skrifta to
scritte, svo enskt lag var á því öllu. Altarissakra-
mentið kölluðu Engilsaxar husel og húsl, það varð á
norrænu húsl. Síðasta smurning (deyjandi manna)
var kölluð ele á Es. eða smyrele en á Norrænu
■olean eða smurnfng, og kaleikur hjet á Es. calic.
Viðvíkjandi guðsþjónustunni getur höf. þess, að
hinar elstu húslestra- eða guðsorðabækur norrænar
sje ekki þýddar úr Es., heldur hafi báðar þjóðirnar
uusið úr sama latínubrunninum. Messan hjet á Es.
þénúng, embiht, mæsse, messuklæðin hjetu hacel,
slop, handlín. Bækur prests hjetu: rím (gerím) goð-
spillbðk o. s. frv. Récels, bella (bjalla), scrín, bag-
all o. fl. eru og nærri eins. Hinarsjö tíðir (Tidsang,
tidasingan) hjetu á Es.: Uhtid (óttutíð), próm (prima,
1) Hvort honum eða olíunni hafl verið roðið á brjóst og
•enni eða hvar, um það talar höf. ekki.