Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 300
300
hinn efri óttusöngur), undorn (undorn1 2 3, dagraál)r
middægtíd, nón, ofentíd (aftantíð) nihtsungtid (nátt-
saungstíð). .
Höf. segir, að hjer hafi verið fimmdagavikur
(fimtir) um Norðurlönd fyrir kristni8, svo hinn nýí
siður hefur umhverft allri tímaskipun. Mönnum gekk
illa að semja sig við þetta i fyrstu, en sektir lagðar
við, ef af var brugðið, samt var ekki tekið hart á
því, þó afskektir menn væri »dagvillir«. Svo var
allur messuurmullinn, sem ekki var lítil minnisraun^
en þær voru prestar skyldir að boða og senda menn
með krossroark (eins og örvaboð eða þingboð8) á hvern
bæ, þar sem rauk af strompi, og eins allar stórhá-
tíðir og föstur. Daganöfnin álítur höf. líka komin
úr Es. Þar hjet vikan wice og dagarnir: Sunnan-
dæg, Monandæg, Tiwesdæg, Wodnesdæg, Þunresdæg,
Frige- eða Frigdæg, Sæter- eða Sætresdæg. Og^
daganöfnin fornu voru: Sunnudagur, Mánadagur^
Týsdagur, Oðinsdagur, Þórsdagur, Freadagur eða
Frjádagur og Laugardagur eða Þváttdagur4 *. Miss-
1) Dr. Björn Ólsen segir, að nón haíi verið kallað und-
orn í heiðni og Taranger segir, að nónverður sje enn kallað-
ur undorn á Þelamörk.
2) Maurer þykir það þó ekki víst að svo haíi verið. Það-
sjest og ljóslega á Isl.bók, að á Islandi voru sjö dagarivikui
í heiðni, en Taranger telur þann sið kominn með kristnum.
mönnum vestan um haf. <
3) Kannske eru það leifar af' örvaboðinu gamla og vafa-
laust gamall siður, sem enn tíðkast á íslandi að vefja þíng-
boðsbrjefinu um skaftið á trjeöxi og senda svo um bygðina.
Sá siður sýnir að minsta kosti að eitt sinn hafa verið þeir
timarnir, að böðulöxin þótti ein hin besta eign mannlegs fje-
lags.
4) Eins og kunnugt er haldast þessi fornu heiti enn með-
al allra norrænna og germanskra þjóða. Jón Ögmundsson