Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 305
805
Lftilfjörlegur munnbiti er þetta af öllum þeim
lærdómi og fróðleik, sem er í ritdómi Maurers, sem
er á 112 síðum, en þó betra en ekki ueitt. Aðal-
mergurinn í aðfinníngu hans er þessi: Taranger
hefur altof einblínt á alla líkingu milli norsku kirkj-
unnar og hinnar engilsaxnesku, sama líkíng og oft
meiri sje milii Norðmanna og Giermana, einkum
Saxa og Frísa, bæði að siðum og máli. Einkum er
alveg rángt af höf. að færa til háþýsk orð i stað
lágþýskra sem sjálfsagt var, hvort sein hann gerir
það af fákunnáttu eða hlutdrægni. Auðvitað viður-
kennir Maurer þann mikla þátt, sem England á í
kristnan Noregs, og telur Taranger duglegan vísinda-
mann og þykir hann fara vel af stað með þessari
bók sinni þó ýmislegt megi að henni finna.
Merkilega ritgjörð viðvíkjandi rjettarsögu Nor-
egs og íslands hefur Maurer skrifað i »Sitzungsbe-
richte der philosophisch- philologischen und der
historischen Classe der k. b. Akademie der Wissen-
schaften zu Miinchen«. Ritgjörðin er um trúarjátn-
inguna í löggjöf Magnúsar lagabætis. Þar eru á-
kaflega fróðlega og nákvæmt rannsökuð hin fornu
norsku og islenzku lög, og höf. leiðir rök til að það
sje alstaðar hin alkunna postulatrúarjátníng þó hún
sje þar í ýmsum myndum, og telur líklegt, að hún
sje til Noregs komin þegar með fyrsta kristniboð-
inu, en ekki seinna, þó menn hafi haldið það. Þessi
ritgjörð er sem viðauki við hin mörgu ágætisrit, sem
Konráð Maurer hefur skrifað um rjettarsögu Noregs
og íslands.
Hjer má geta einnar ritgerðar, þó ekki sje hún
merkileg, eftir E. Gelcich í Zeits. fiir Erkunde zu
Herlin*. Hordsford nokkur, ameríkani, skrifaði rit-
gjörð um fund Ameríku þegar vígður var minnis-
20