Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 308
308
stendur í kap. 92: »Skarphjeðinn var fremstr, hann
var i blám staJcJci .... nœst hánum geJcJc Kári, hann
Jiafði silJcitreyju .... nœst hánum gelcJc Helgi, hann
hafði rauðan Jcyrtil .... AUir váru þeir í litJclœð-
um«. Þar eru litklæðin bæði blá og rauð. Rauði
liturinn er þó mjög fágætur, og þó margir menn sje
saman komnir er oft ekki nema einn eða tveir í
rauðum klæðum og þess þá getið sjerstaklega. Þar
á móti ríða menn í stórflokkum í litklæðum, og ekki
færri stundum en 40 eða 60. Mest ber þar á bláa
litnum og höf. telur tuttugu höfðingja, og suma
mestu höfðingja landsins, sem allir riðu í blám káp-
um. Orðið litJclœði virðist ekki þekt eða haft nema
á íslandi, og þykir höf. líklegast að þau hafi verið
mjög almenn í Noregi og þess* þótt því óþarfi að
geta sem hver maður hafði. Þó þau sje ekki mjög
fágæt á Islandi, eru þau þó dýr að tiltölu og höfð-
íngjum einum hæf, og það sjest á sögu Gísla Súrs-
sonar að blárrar kápu var ekki von á þrælum.
Sjálft orðið litklæði geymir og í sjer litan ekki síð-
ur en litgrös eða litunargrös, litmosi eða litunarmosi,
sem enn þá er kallaður svo. Þýðing Bjarnar og
Eiriks og eins Svb. Egilssonar er því sú rjetta og
Sigurðar málara, að því leyti sem tilbúinn litur er
jafnan sterkari en náttúrlegur.
Sauðarlitirnir verða þá: 1. Jwítt, sem var lítilfjör-
legast og verðminst. 2. mórautt, sem enn er kallað
og líkiega alment mjög í fornöld og þvi valla nefnt.
Mórent er með mórauðum og hvitum röndum á víxl.
3. sauðsvart, sjálfsagt almennur litur. 4. grátt,
kembt eða tvinnað saman svart og hvítt eins og enn
er titt.
Handgerðir verða þá þessir litir: 1. blár, sama
og svartur (hrafn er kallaður bláfjallaður og kallað