Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 309
809
að konur faldi bláu, sama sem svörtu1 2). 2. mosað-
ur, 3. grænn, 4. rauður, 5. ijósblár, 6. gulur, og
ýmsar tilbreytingar hafa víst verið af öllum litun-
um. Því næst rannsakar höf. hvaðan Íslendíngum
hafi komið þessir litir, og kemst að þeirri merki-
legu niðurstöðu að þeir muni fiestir innlendir. Gult
lituðu menn úr jafna, sem vera mun sama og litar-
grös þau sem getur í Landnámu.* Mosað hafa ís-
lendingar líka frá aldaöðli, og gera enn í dag úr
litunarmosa. Það finst í ritum að blákkað hafi ver-
ið úr blágrasi sem líka er kallað litunargras (B.
Halldórsson og Mohr). Sortulýng höfðu þeir til að
sorta úr.3 Rauði og græni liturinn telur höf. lík-
legt að hafi verið útlendir.
Þetta var þá liturinn á fötum eða kannske
einkum á reiðkápum, en við væntum að fá eitthvað
að heyra um hin fötin áður lángt líður, svo sem um
snið, kall- og kvenklæði o. fl. Það er gaman að sjá
frá hendi íslendinga ritgerðir eins og sú var um
húsaskipunina á söguöldinni.
1) Það er merkilegt að sjá að konur hafa í fornöld
faldað svörtum tröfum í stað hvítra og sýnt með því sorg,
sjá vlsu Þorbjarnar Brúnarsonar:
Eigi mun sú er eigum told vill mens í moldu
auðrær at mik dauðan, minn aldr hláu falda*.
Auðrær = kona, sjá J. Þorkelsson rektor: Arkiv 8. B.
Þar sem jeg þekti til á Suðurlandi var það ekki ótítt að
konur kölluðu sortulituð föt sin blá, hinir voru þó fleiri sem
kölluðu þau svört.
2) I minni sveit, Fljótshlíð, var framan af aldrei gulað
úr öðru en heimulu svo jeg muni til og gert í stórum eir-
pottum. Á síðari árum var þó farið að gula úr »glasalit«
eða anilíni.
8) Og hafa haft til skams tíma, því jeg hef sjálfur tínt
sortuiýng til litar saman við brúnstein, þvi liturinn þótti þá
halda betur.