Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 311
um sig með öllum ummerkjum. Jeg skal nefna
helztu einkennin.
Sagnir Islendínga eru samanhángandi æfisögur
flestar, en sagnir Dana sundurlausar og með þjóð-
sagna blæ. Islendíngar nefna flesta menn með nafni
og helzt alla ætt hans. Danir nefna nær aldrei
nöfn heldur láta sjer nægja kóng, drotningu, jarl
o. s. frv. Danir segja margt írá viðureign kappa
sinna við Þjóðverja. Þeirra geta Íslendíngar aldrei.
Fjöldi kappa kemur frá Noregi og fjöldi viðburða
fer fram í löndum, sem Norðmönnum eru kunnust.
Sú sögn er því norsk eða íslenzk. Norsk staðanöfn
eru í norsk-íslenzku sögunum, dönsk í dönskum.
Isl. sagnir eru fullar af kynjum, álfum, tröllum og
guðum, flestar danskar án slíks. Stundum skakkar
gamall maður einsýnn leikinn í sögunum og gerir
Saxa í hvert sinn öldúngis forviða, en Islendíngar
þekkja piitinn og þær sagnirnar eru því frá þeim,
en hin forna mynd Oðins er orðin Dönum als ókunn.
Sagnir Saxa um Æsi sem fornkonúnga komna úr
austurheimi er sama og sögn Snorra í formálanum
fyrir Gylfaginníng og Lángfeðgatali. Hjá fslendíng-
um eru tröll vinveitt mönnum, en fjandsamleg hjá
Dönum. Um unnustur kappanna, skjaldmeyjar, ber-
serki, hólmgaungur, fóstbræðralag og nafnfesti eru
hugmyndir Saxa og fornaldarsagnir ísl. mjög líkar,
en að ýmsu ólíkar því sem er í Eddu og fornkvæð-
um Dana. Saxi nefnir ýmsa menn sem miklar
sögur fari af á íslandi á hans dögum svo sem:
Gnoðar-Ásmund, Án bogsveigi, Örvar-Odd, Gusa
Finnakonúng og marga ómerkari. Sögur ísl. lýsa
mjög útliti manna og búningi og eins er f þeira
sögum Saxa sem af öðrum ástæðum virðast vera
norskar eða íslenzkar en nær aldrei í dönskum.