Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 313
313
sanncað með skýrum rökum1 af tveim jótskum rúna-
steinum, öðrum ný-fundnum, að Ginúpa hefur verið
konúngur á Jótlandi á dögum Gorms og fallið fyrir
honum. Faðir Gnúpu var Olafur, sænskur að ætt,
en son hans var Sigtryggur, sem ríki tók eftir föður
sinn, og fjell fyrir Haraldi Gormssyni um 950. En
kona Gnúpu var Ásfríður (Ástríður) Oþinkársdóttir
(af Jótlandi) og hún var svo mikill skörúngur, að
hún setti kumbl báðum konúngunum, bónda sínum
og syni og reisti þeim mannháa bautasteina, sem
flytja nöfn þeirra en frægð hennar lángt á ókomnar
aldir, og nú hafa komið sem órækur vottur frá
liðnum heimi til að sanna trúleik sagnanna okkar.
En bæði þarf til að vfirheyra slík vitni góðan skilu-
ing og glögt auga. Bendíng getur þetta orðið Jessen,
Steenstrup o. fl.
Tíðindi má og kalla það, að Dr. Jón Þorkelsson
í Kaupmannahöfn fann á leit sinni eftir islenskum
skjölum í enskum og skoskum bókasöfnum meðal
annars all-merkilegt handrit með hendi Gottskálks
Jónssonar í Glaumblæ (d. 1593) þess, sem annálina
saindi. I handritinu var meðal annars ritgjörð um
getnað mansins og þroskan fóstursins og sagt, að
þýtt væri úr fornu latínuriti, sem með berum orðum
var eignað Sæmundi fróða. Þar var líka grein úr
öðru latínsku riti eignuðu Sæmundi, sem Dr. Jón
finnur líkur til i gömlum skriftum, að Sæmundi sje
rjettilega cignað. Uin ritgjörðina er þar móti ekki
til nema þetta vitni Gottskálks, og þó það sje harla
merkilegt ef þetta skyldi hafa geymst úr skrifum
Sæmundar, þá eru það þó hörmuleg örlög þess
2) Ritgj. Wimmers er í minníngarriti háskólans um gull-
brúckaup konúngs og drottningar 26. maí 1892.