Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 318
Yottorð
frá Grími amtmanni Jónssyni.
Meðal hinna ýmsu smáeyja umhverfis Sjáland er ein, seru
heitir Helhólmi, hún er lítil, skammt undan landi í lögsagn-
arumdæmi kaupstaðar þess, er Skjelskjör heitir. í eyju þess-
ari var fyrir mörgum árurn einungis einn bær, og bjó þar
maður sá, er Niels Larsen hét; var hann kominn á áttræðis-
aldur, er saga sú gerðist, er hér segir frá; hann var gildur
bóndi og vel metinn af öllum, er við hann áttu að skifta.
Arið 1837 eftir miðjan vetur voru hörkur miklar í Danmörk
og ísalög um sund og belti, sem þar kann oft verða. Þá var
það einn dag, að bátar tveir lentu við Helhólma; gengu menn
þar á land og til tals við Niels bónda og beiddust gistingar,
kváðust eiga heima í Erri (Ærö), en hafa orðið að snúa frá
íyrir ísum.^Um morguninn eftir, þá erlýsa tók, lögðu komu-
menn af stað frá Helhólma, en þá tókst svo illa til, að þeir
urðu fyrir tollheimtumönnum, er jafnan eru þar á ferð til
þess að hafa gætur á þeim mönDum, ervilja skjóta sjerund-
an tollskyldu. Nú kom það i ljós, að bæði höfðu bátamenn
þessir talsvert af brennivíni meðferðis til þess að selja þar
um eyjarnar, án þess að gjalda af því toll, og svo líka hitt,
að þeir höfðu grafið niður og falið í flæðarmáli á Helhólma
tvær tunnur brennivins. Nú þóttust tollheimtumenn vel hafa
veitt, tóku hinn gamla mann Niels Larsen, drógu hann fyrir
lög og dóm og ljeku hann sárt. Honum var gefið að sök, að
hann væri í vitorði með þessum tollsvikurum og þar á ofan,
að hann hefði svarið rangan eið og væri meinsærismaður, og
samkvæmt þeirri ákæru var hinn aldraði sómamaður dæmd-
ur til harðrar hegningar. En sá undirdómur var dæmdur
ómerkur af Landsyfirdóminum í Kaupmannahöín. Þar næst
var annar dómari settur til að prófa sökina af nýju og kveða
upp dóm í henni, og þá fór svo, að Niels Larsen var dæmd-
ur sýkn sakar. Svaramaður Larsens fyrir yfirdómi var Franz
Martinus Lange, nafnkenndur málsfærslumaður á þeim tím-
um. Hann sneri sér til ýmsra manna, er þekktu Niels Lar-