Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 320
320
efter Overbevisning, attesteres af den Ulykkeliges forhen.
værende Övrighed*1.
Framanskritaö vottorð, sem líklega er samið 1838, er tek-
ið úr 5. bindi af ritsafni því, er nefndur F. M. Lange gaf út
í Khöfn á árunum 1836 til 1841 og heitir: »Udvalg af danske
og udenlandske Criminalsager«. Eg vildi láta það birtast i
þeim búningi, er það hafði frá höfundinum sjálfum. Það
iýsir þó að nokkru leyti eðlisfari hans: einurð, ráðvendi og
lifandi tilfinníng fyrir hverju því, sem þessum einkennilega
og merkilega manni þótti satt vera og rétt.
Hvik “/s. 1893.
_____________ Pdll Melsteð.
1) Niels Larsen á Helhólma, Dannebrogsmaóur og mylnueigandi. er
einhver mesti sómamaður, sem eg þekki. Hann er manna sjálfstæðast-
ur, en þeir menn. sem álita margbreytilegan aldarhátt vera sitt æösta
lögmál, þeir misskilja þessa sjálfstæbu skapsmuni hans og kalla hann
sérvitríng. Um trúarjátning hans er mér eigi fullkunnugt — en hver
sem hún er, þá er hann þar eins og i öðrum efnum óbifanlegur — en þó
hygg ©g ab hann fylgi ekki Panteistum, heldur Theistum, þeim sem
beztir eru. Hann er ekki einúngis ráövandasti maður og nytsamasti i
mannfélaginu, er eigi kemur til hugar ab brjóta þau lög, er hann kann-
ast viö, en hann er þar aö auk svo glöggskygn maður og svo mikill
mannvinur, aö hann leyfir sér eigi ab ljósta því upp þótt einhverjum
veröi þaö á að brjóta toll-lögin. f»að er alveg gagnatætt lians eðli, að
leiða ógæfu yfir nokkurn mann, nema þann. sem vill kollkasta náttúr-
legum lögum. A ófriðarárunum (milli Dana og Englendinga) vann
hann fósturjörð sinní mjög mikið gagn með sinni óþreytandi starfsemi^
og fyrir þá sök gjörði konúngur hann að Dannebrogsmanni, enda var
hann vel að þeirri sæmd kominn. Dessi lofsverði dugnaður hans á
ófriðarárunum var sprottinn af hinu háleita siðferðislega lögmáli: að
leggja allt og það skilyrðislaust i sölurnar fyrir fósturjörðina. Um toll-
lögin er öðru máli að gegna. Það er bæði, að þau eru ekki einungis
byggð á manna setníngum og stjórnarlegum hagsmunum, heldur og
einnig, sem verra er, að þau eru og munu verða í stríði við siðferðis-
lega meðvitund þjóðarinnar, og það er eigi ráðlegt að veikja þá með-
vitund. Hvort sem heldur er hlutaöeigandi eða áhorfandi, heldur hann
leyfilegt að fara i kríngum toll-lögin — og svo — þessi algenga, alvöru-
lausa brúkun eiðsins, hvar og hvenær sem vera skal, við öll tækifæri,
að nauðsynjalausu, án þess dómara eða yfirvaldi hafi þótt nokkur nauð-
syn til bera. og sem veldur því, að hátiðleg áköllun guðs nafns — þessi
helgasta vernd borgaralegs félags — hefir að miklu leyti misst þýðíng
sína og kraft. Menn hefðu átt að gefa hinum veglynda og viðkvæma
Niels Larsen tómstund til umhugsunar, tíl sð átta sig. Það var hörmu-
legt, að slik handahófs lög, gagnstæð siðferðistilfinning þessa valinkunna
manns, skyldi vorða til þess að koma honum á knén. Þetta vottar eftir
beztu sannfæring fyrverandi yfirvald þessa ógæfumanns.