BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Síða 17
til mikils sóma og þeim til óblandinnar ánægju
sem þátt tóku.
BFÖ-blaðið
Eins og áöur hefur BFÖ-blaðið komið út,
kannski með öllu lengri millibilum en oft áður.
Á árinu 1982 komu út tvö blöö sem innihéldu 4
tölublöð og þaö sem af er þessu ári hefur komið
út eitt blað sem innihélt 1 .-2. tölublað. í undirbún-
ingi er nú 3.-4. tölublað, sem vonandi kemur út í
byrjun desember.
Satt að segja hefur útgáfa blaðsins ekki gengið
sem skyldi. Ástæðan er m.a. sú að ritnefndin
starfaði aðeins fyrra árið og stjórnin hefur ekki
tekið á málinu sem skyldi og skipað nýja ritnefnd.
Annars eru uppi hugmyndir um að stjórnin skipi
ritstjóra að blaðinu, sem síðan fái í lið með sér
nokkra áhugasama félaga til að veita blaðinu
forystu. Slíkt myndi líklega einfalda alla vinnslu
blaðsins, þar sem einn aðili væri ábyrgur gagnvart
stjórninni og hefði jafnframt alla þræði útgáfunnar
í hendi sér.
Ég leyfi mér að minna á, að BFÖ-blaðið er einn
besti vettvangur okkar þar sem við getum komið
skoðunum okkar og markmiðum félagsins okkar
á framfæri við félagsmenn og einnig til annarra
þeirra sem blaðið ættu að fá, ráðamenn í
umferðarmálum, löggæslumálum, bindindismál-
um og fleiri þáttum þjóðlífsins.
Ungmennadeild BFÖ
Ungmennadeildin hefur starfað með nokkrum
hléum undanfarið starfstímabil. Veturinn 1981-
1982 hélt BFÖ úti tveimur vélhjólaklúbbum,
annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í
Breiðholti í Reykjavík. Klúbburinn í Hafnarfirði
starfaði þetta tímabil með miklum ágætum.
Veturinn 1982-83 datt botninn að mestu úr
þessu starfi og er nauðsynlegt að koma slíkum
klúbbum aftur á fót. Slíkt krefst þess þó að félagið
fái til starfa duglega og áhugasama leiðbeinendur.
Starfsemi klúbbanna byggðist bæði á verklegri
tilsögn í viðgerðum vélhjóla og einnig á ýmis
konar fræðslu um umferðarmál, sem látin var í té,
ýmist með kvikmyndasýningum, fyrirlestrum eða í
prentuðu máli.
Til BFÖ hefur verið leitað með efni og aðstoð
fyrir vélhjólaklúbba frá nokkrum stöðum utan af
landi. Á Akureyri átti BFÖ hlut að máli, er
endurvakinn var þar s.l. haust vélhjólaklúbbur
sem starfa mun á vegum Æskulýðsráðs Akureyr-
ar.
Stjórnarmenn í ungmennadeildinni eru Sigurð-
ur Guðmundsson, ívar Guðmundsson og Smári
Hreiðarsson, allir ungir og áhugasamir menn.
Stjórn BFÖ verður að styðja betur við bakið á
þessum ungu mönnum og aðstoða þá eftir
fremsta megni í því starfi sem þeir vilja sinna.
Þá má minna á að stjórn ungmennadeildar átti
Sænsku Volvo-verksmiðjurnar kynna nú tilraunabifreið sem vafalaust á eftir að vekja mikla athygli og hefur raunar þegar
komið fram það álit að hönnun bifreiðar þessarar marki á margan hátt tímamót í sögu bifreiðaframleiðslu. Hefur bifreiðin
sem kölluð er Volvo LCP eða Volvo Light Componet Project, verið kölluð bifreið 21. aldarinnar enda margar nýjungar
sem koma fram í henni hvergi verið kynntar áður f bifreiðahönnun og bifreiðasmíði. Má segja að bifreið þessi hafi verið
hönnuð í beinu framhaldi af Volvo Concept Car—tilraunabifreiðinni sem Volvo hannaði fyrir nokkrum árum og vakti þá
gífurlega athygli. Þótt sú bifreið hafi ekki verið tekin til framleiðslu hafaVolvo-verksmiðjurnar þegartekið upp fjölmargar
nýjungar og tækniatriði sem fram komu í bifreiðinni og má ætla að svo verði einnig með Volvo Light Componet.
17