BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Side 28

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Side 28
Fjölbreytilciki mótorhjóla Það gera allir sér Ijóst að bílar flokkast undir ýmsa notkunarhópa og tegundirnar eru næstum óteljandi. En hér á íslandi gætir meiri þröngsýni í garð mótorhjólanna sem eiga reyndar miklu betra skilið. Hjólið var jú framleitt á undan bílnum og má segja að bíllinn sé hannaður upp úr hjólinu. Hjólið sjálft hefur gengið í gegnum mörg breytingaskeið og má líkja þróuninni við ættartré mannkynsins. Fyrst kom þetta einfalda, tveggja hjóla, fótstigna apparat með gríðarstórt framhjól sem síðan hefur getið af sér: götuhjól, enduro hjól, móto-cross hjól, þríhjól, kvartmíluhjól, stríðsframleiðsluhjól og svo framvegis, en þessar megingerðir flokkast svo enn betur í tegundir og gerðir frá hinum ýmsu framleiðsluþjóðum. Hérlendis hafa notkunarmöguleikar hjóla ekki verið eins miklir og erlendis aðallega vegna veðursins, en upp á síðkastið hefur nokkrum gerðum fjölgað verulega og mætt mikilli and- spyrnu fólks sem takmarkaða þekkingu hefur á hjólum og dæmt þau öll „stórhættuleg farartæki sem helst ætti að banna“. Þetta er ekki réttlátt og er meiningin með þessari grein að skyggnast örlítið inn í frumskóg mótorhjóla og sýna fram á réttileika þeirra. En fyrst verður fólk að gera sér Ijóst. „Það er ekkert farartæki hættulegt, heldur hegðun ein- staklingsins." Á þetta við um flugvélar, bíla, báta, hjól og alla aðra dauða hluti. Mótorhjól gæta hins vegar örlítillar sérstöðu vegna bess að heim stúra Skellinöðrur: Þetta er dálítið stór hópur hjóla. Yfirleitt eru litlar vélar og lágur hámarkshraði ein- kennandi fyrir þennan hóp. Meðfylgjandi myndir sýna 1. venjulegaskellinöðru, 2. Búðarsnatt- hjól, 3. Samanbrjótanelgt ferðahjól til dæmis til að hafa meðferðis í bílnum efhann skyldi bila. SKELLINAÐRA Þetta eru létt og meðfærileg hjól með 50 cc vél sem skilar ekki miklu afli, komast yfirleitt í um 60 km hraða. Það eru hins vegar margar gerðir til af hjólum sem flokkast undir skellinöðru en það er sameiginlegt þeim öllum að vélin er ekki stærri en 50 rúmcenti- metrar. Slík stærð getur þó skilað hestöflum alveg frá 1 og upp í ca. 15 sem þó er mjög sjaldgæft. Skelli- naðra er til í götuhjóla, torfæru, búðarsnatt og keppnishjóla útgáfu. Kemur sem sagt inn á öll svið mótorhjóla en er bara minnkuð út- gáfa. 28

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.