BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Page 5
Könnun Hagvangs fyrir
Bindindisfélag ökumanna:
Flestir hlynntir
víðtækari notkun
bílbelta
Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í nýrri
könnun Hagvangs fyrir Bindindisfélags
ökumanna er fylgjandi víðtækari skyldunotk-
un bílbelta en nú er, meðal annars í skólabíl-
am og leigubílum. Könnunin, sem gerð var í
september 1990, náði til 1540 karla og kvenna
á aldrinum frá 15 ára til 79 ára. Svörun var
um 78%.
Fjórar spurningar um afstöðu til bílbelta-
notkunar voru lagðar fyrir þátttakendur.
Fyrst var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvígur
skyldunotkun bílbelta í skólabílum? Síðan
var spurt: En í áætlunarbílum og hópferðabíl-
um? En í leigubílum? En í strætisvögnum?
Afstöðu til spurninganna tóku 980-1150
manns, flestir höfðu skoðun á þessu máli varð-
andi leigubíla.
Mestur stuðningur var við skyldunotkun
bílbelta í skólabílum, eða um 93%, síðan
komu leigubílar, 90%, og áætlunarbílar og
hópferðabílar, 71%. Innan við helmingur
styður skyldunotkun bílbelta í strætisvögn-
um, eða um 40%. Konur eru mun hlynntari
þessum hugmyndum en karlar. Hins vegar er
lítill munur á afstöðu fólks eftir búsetu og
aldri.
Eftir breytingu á umferðarlögunum á þessu
ári er skylda að nota bílbelti í framsætum og
aftursætum fólksbifreiða. Svo undarlega sem
það má virðast er farþega í framsæti leigubíls
skylt að vera með bílbelti, en hvorki öku-
manni né farþegum í aftursætum. Þá eru ekki
nein ákvæði um bílbeltanotkun í hópbifreið-
um (áætlunarbílum, hópferðabílum, skólabíl-
um og strætisvögnum), en sums staðar erlend-
is hafa verið settar reglur um það.
Leitað var álits Óla H. Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Umferðarráðs, á niðurstöðum
þessarar könnunar. Hann sagðist vera mjög
ánægður með þá jákvæðu afstöðu sem þarna
kæmi fram til notkunar bílbelta. Reyndar
kæmi hún ekki mjög á óvart þar sem greinileg
hugarfarsbreyting hefði orðið á síðustu árum
til hvers konar öryggisbúnaðar. Á næsta ári
verða umferðarlög endurskoðuð og telur Óli
að án efa verði í frumvarpi til nýrra umferðar-
laga lagt til að beltaskylda verði í skóla-
bifreiðum og aftursætum leigubifreiða og
mjög trúlega í fremstu sætaröðum annarra
hópferðabifreiða. Óli benti á að þótt bílbelta-
notkun í strætisvögnum nyti ekki eins
almenns stuðnings og í öðrum ökutækjum
mætti hugsa sér að sett væru belti í hættuleg-
ustu sætin í vögnunum, það er fremst og aftan
við útgöngudyr að aftan. -jr.
Alls Karlar Konur
Hlynntir skyldunotkun bílbelta - í skólabílum 93% 88% 98%
- í leigubílum 90% 85% 94%
- í áætlunarbílum og hópferðabílum 71% 60% 82%
- í strætisvögnum 40% 28% 54%