BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 6
Þórólfur Þórlindsson: Áfengisneysla unglinga - helstu áhættuþættir Inngangur Áfengisneysla unglinga hefur verið mjög til umræðu á undanförnum árum. Lærðir jafnt sem leikir hafa lagst á eitt um það að draga upp heldur dökka mynd af ástandinu í þessu efni jafnframt því sem bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Fræðimenn úr ýmsum greinum hafa lagt sitt af mörkum og freistað þess að varpa ljósi á ýmsa þætti áfengisneyslu þessa aldurshóps. Til hægðarauka má skipta rann- sóknum á þessu sviði í tvo flokka. í fyrri flokknum eru rannsóknir sem miða að því að lýsa neysluvenjum unglinganna hvað áfengi snertir á sem ítarlegastan hátt. Þessar rann- sóknir Qalla um það hversu mikið og hve oft unglingarnir drekka áfengi, hvaða tegunda áfengra drykkja þeir neyta, hvenær og við hvaða aðstæður þeir drekka. íslendingar hafa lengi verið í fremstu röð hvað þessar rann- sóknir snertir. Má í þessu sambandi einkum nefna rannsóknir prófessors Tómasar Helga- sonar og samstarfsmanna hans sem kortlagt hafa neysluvenjur íslendinga á þessu sviði af mikilli nákvæmni. í hinum flokknum eru rannsóknir sem freista þess að finna eitthvert mynstur í áfengisneyslunni og skýra hana út frá félags- legum, sálrænum eða lífeðlisfræðilegum þátt- um. Meginhugmyndin í þessum rannsóknum er sú að einangra megi ákveðna áhættuþætti sem spái fyrir um hvort og í hve miklum mæli unglingar séu líklegir til þess að neyta áfeng- is. Þegar litið er yfir niðurstöður þessara rannsókna hlýtur það að vekja nokkra athygli hve áfengisneysla tengist í raun mörgum og í fljótu bragði ólíkum þáttum. Þannig sýna rannsóknir að unglingar sem taka þátt í skipulegu íþrótta- og tómstundastarfi neyta síður áfengis en þeir sem ekki gera slíkt (Þór- ólfur Þórlindsson 1989). Viðhorf foreldra til áfengisneyslu almennt hefur áhrif á áfengis- neyslu unglinganna. Eins hefur það áhrif á 6 neyslu unglinga á áfengum drykkjum hversu góð tengsl þeirra við foreldrana eru og hvað þau eyða miklum tíma með þeim (McDermott 1984, og Walter Barnes 1985). Áhrif jafningja hníga heldur í öfuga átt. Því meira sem ung- lingarnir lifa og hrærast í hópi jafningja sinna því líklegri eru þeir til þess að neyta áfengis. Drengir neyta frekar áfengis en stúlkur, ung- lingar í þéttbýli (borgum) neyta fremur áfeng- is en unglingar í strjálbýli. Áfengisneysla og lélegur árangur í skóla fylgjast að svo og áfengisneysla, reykingar og notkun ýmissa vímuefna þar á meðal bæði heróíns og kókaíns (Bachman, Johnston & O’Malley, 1981, Barnes, 1984). Þá sýna rannsóknir að áfeng- isneysla tengist ýmsum sálrænum þáttum í fari unglinga svo sem þunglyndi og kvíða (Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson 1990). í þessu sambandi má benda á að þrátt fyrir miklar og ítarlegar rannsóknir hefur ekki tekist að fá skýra mynd af áfengisneyslu unglinga í þeim skilningi að rekja megi hana til tiltölulega fárra þátta sem fella megi undir eitt meginsjónarhorn. Hins vegar gefa niður- stöður mjög mikilvægar upplýsingar um það hvernig haga eigi fyrirbyggjandi starfi þann- ig að sem bestur árangur náist. íslenskar rannsóknir V arhugavert er að heimfæra erlendar rann- sóknarniðurstöður hráar yfir á íslenskt þjóð- félag. Því er brýnt að gera rannsóknir hér á Þórólfur Þórlindsson er prófessor við félags- vísindadeild Háskóla Islands.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.