Tölvumál - 01.11.1987, Page 8
ÁLAGNINGU SÖLUSKATTS Á HUGBUNAÐ BREYTT ÚR 25% í 10%
Eins og fram kom í síðasta hefti TÖLVUMÁLA hefur nefnd á
vegum Skýrslutæknifélagsins starfað ötullega að þvi að
spyrna gegn álagningu söluskatts á hugbúnað. Nefndina
skipa: Hjörtur Hjartar frá stjórn SÍ, Lúðvik Friðriksson
hjá Rafreikni h.f. og Vilhjálmur Þorsteinsson hjá fsl.
forritaþróun h.f.
Nefndin átti nokkra fundi með fulltrúum Fjármálaráðuneytis
þar sem lögð voru fram itrekuð rökstudd mótmæli við
álagningu söluskatts á hugbúnað. Þegar ljóst varð að ekki
yrði hvikað frá þeirri stefnu stjórnvalda að leggja
söluskatt á hugbúnað og þar að auki væri það bjargföst trú
manna hjá rikisskattstjóra að "fjöldaframleiddur" hug-
búnaður hafi aldrei verið undanþeginn söluskatti, hefði átt
að bera 25% skatt allan timann, urðu aðilar sammála um að
nefndin skyldi skila skriflegri tillögu til ráðuneytisins
um hvernig söluskattsálagningu á hugbúnað yrði best háttað.
Fyrir hönd Skýrslutæknifélags íslands lagði nefndin siðan
fram tillögu til Fjármálaráðuneytisins.
Skýrslutæknifélag íslands og Félag isl. iðnrekenda hafði i
millitíðinni boðað til fundar til að kynna stöðuna i sölu-
skattsmálunum og ræða áframhaldandi aðgerðir. Fundurinn var
haldinn i Norræna húsinu 7. október.
Hjörtur Hjartar setti fundinn. Vilhjálmur Þorsteinsson
kynnti efnið og lagði fram afrit af bréfi frá Fjármálaráðu-
neytinu, sem borist hafði Skýrslutæknifélaginu þennan sama
dag. Bréfið, sem birtist hér á eftir er dags. 6. september
og var sent öllum skattstjórum:
"Ráðuneytið hefur haft til athugunar erindi hugbúnaðar-
fyrirtækja innan Skýrslutæknifélags íslands varðandi reglur
um innheimtu söluskatts af hugbúnaði o.fl. Erindi þetta er
skrifað i framhaldi af dreifibréfi ráðuneytisins frá 9.
þ.m. varðandi söluskatt af tölvum og tölvuþjónustu.
í ljós hefur m.a. komið að við sölu á hugbúnaði er mjög
örðugt að greina á milli þess sem telst sérhannaður
hugbúnaður og þess sem telst staðlaður hugbúnaður. Af
þessum sökum hefur ráðuneytið ákveðið að eftirfarandi
reglur skuli gilda um söluskatt og sérstakan söluskatt af
8