Tölvumál - 01.11.1987, Qupperneq 24

Tölvumál - 01.11.1987, Qupperneq 24
að um sé að ræða fleiri tölvur en eina, jafnvel af ólikum tegundum, sem siðan séu tengdar með neti, þannig að ein tölva geti hindrunarlítið hagnýtt sér gögn, varðveitt á annarri tölvu. Aðrir hafa þó viljað sauma enn fastar að hugtakinu, sbr. siðar. Það, sem einkum hefur ýtt undir dreifða vinnslu, er framar öðru stórlækkað verð miðlungs- tölvanna. Fyrir árið 1970 tóku menn einatt svonefnt Grosslögmál til viðmiðunar í arðsemisútreikninga við tölvukaup. Skv. því lögmáli er afl tölvu i réttu hlutfalli við kvaðrat af kostnaði við tölvukerfið. Kostnaður við hvert "mips" væri t.d. eftir þvi í öfugu hlutfalli við kostnað tölvukerfis- ins. Þvi stærri og dýrari tölva, sem keypt var, þeim mun ódýrara varð að framkvæma hverja skipun skv. þessu lögmáli. Slikir útreikningar urðu þvi vitaskuld til þess að ýta undir miðlæga vinnslu. Snemma upp úr 1970 fóru menn þó að efast um gildi þessa lögmáls, töldu þá sumir, að hlutfallið væri orðið öfugt og kostnaður á skipun orðinn heldur lægri á miðlungstölvum en stórtölvum. Með aukinni útbreiðslu örtölva snerist hlutfallið enn stórtölvum i óhag. Saman- burðagrundvöllur er þó vafasamur i samanburði sem þessum; stærra skipanamengi stórtölvanna gerir það að verkum, að samanburður við smærri tölvur verður aldrei fyllilega sanngj arn. Að þeim fyrirvara slegnirm brá Bjarni upp linuriti yfir vensl afls og kostnaðar eftir stærð tölva. Gróflega reiknað virtist tölvuafl u.þ.b. fimm sinnum ódyrara, væri það fengið úr örtölvu en stórtölvu. Slikur samanburður er að visu mjög einfaldaður, munurinn virðist þó augljós og skyrir að verulegu leyti aukinn áhuga manna á dreifðri vinnslu og netvæðingu, er leið fram á áttunda áratuginn. En grundvallarskilgreining á dreifðri vinnslu felur a.m.k. i sér þrennt: 1) A.m.k. tvö landfæðilega aðskilin miðverk þurfa að vera til staðar. 2) Þau miðverk eru tengd innbyrð- is. 3) Miðverkin þjóna einum og sama aðila. Stomir vilja kveða fastar á um skilgreininguna og telja, að vinnslan verði auk þessa að vera undir stjórn eins og sama styri- kerfis, eigi að vera hægt að tala um eitt, dreift kerfi. Notandi þyrfti þá ekki að skeyta um (eða yfirleitt vita um) staðsetningu þeirra vinnslugagna, sem hann sinnir hverju sinni. Hið sama ætti þá einnig að eiga við um gagnasöfn i netinu; að þeim ættu allar tölvurnar að eiga jafngreiðan aðgang. Og skilgreining á dreifðri vinnslu á i sjálfu sér 24

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.