Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Síða 4

Tölvumál - 01.06.1988, Síða 4
Framtíðarsýn og heiðursfélagar Fyrsta tölvan kom til íslands 1964. Það voru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur sem fengu tölvu af IBM gerð. Hún nefndist því skáldlega nafni IBM 1401. Um svipað leiti fékk Háskóli íslands aðra tölvu af gerðinni IBM 1620. Því má halda fram að koma þessara tölva hafi markað upphaf upplýsingaaldar á íslandi. Tölvur hafa verið þáttur í okkar þjóðfélagi í tæpan aldar- fjórðung. Skýrslutæknifélag Islands er elsta og fjölmennasta félag áhugamanna um upplýsinga- tækni hér á landi. Félagið var stofnað 1968. Á þessu ári eru því liðnir tveir áratugir frá stofnun þess. í tilefni af afmælinu hélt Skýrslutæknifé- lagið spástefnu 6. apríl sl. Á spástefnunni voru flutt 17 stutt erindi. í þeim lýstu menn framtíðar- sýn sinni. Þetta blað er aðallega helgað spástefnunni og þeim erindum sem þar voru flutt. Ein kona fiutti erindi. Sigríður Á. Ásgrímsdóttir fjallaði um „Konur og tækni". í erindi sínu benti hún á að þátttaka kvenna í tæknistörfum hafi hingað til verið lítil. í Skýrslutæknifélaginu séu til dæmis aðeins 1 0% félaga konur. Sigríður telur að þátt- taka kvenna í störfum á sviði upplýsingavinnslu muni aukast á næstu árum. Þegar þess er gætt að af 16 erindum var einungis eitt Ceða 6%) flutt af konu verður að taka undir skoðanir hennar. Sumir framsögumenn lýstu skoðunum sínum á upplýsingatækninni án tæpitungu. Jónas Krist- jánsson ritstjóri DV lýsti sínum niðurstöðum þannig: „Gufuvélarnar og hefðbundnu borðtölv- urnar eru enn nothæfar við færiböndin. Til að þjóna undir skapandi störf þurfum við betri þræla. - Ég hef séð nóg til að sannfærast um, að við fáum þá fljótlega." Þessi orð lýsa vel þeim kröfum sem menn gera í dag til upplýsingakerfa. Tölvan er ekki lengur eitthvert „ofurtæki" sem menn beygja sig í duftið fyrir. Hún er orðinn þjónn mannsins — eða þræll. Dr. Snorri Agnars- son mótmælir í sínu erindi þeirri fullyrðingu að forritarar séu að verða úreltir. Hann telur þvert á móti að ný „verkfæri" til að auðvelda forritun leiði til þess að enn meiri kröfur verði gerðar til forritara en áður. Snorri sagði: „í fyrirsjáanlegri framtíð kemur ekkert í staðinn fyrir vel mennt- 4//////////// TÚLVUMÓL aða forritara. Forritun er erfitt og krefjandi starf. Kannanir hafa sýnt að góður forritari er margfalt afkastameiri en lélegur." Flest erindin eru birt í blaðinu. Sökum pláss- leysis hefur þurft að stytta nokkur þeirra lítið eitt. Á afmælishátíð Skýrslutæknifélagsins voru fjórir félagar heiðraðir sérstaklega. Formaður félagsins afhenti Bjarna Jónassyni, Gunnlaugi Björnsyni, Klemens Tryggvasyni og Ottó Mic- helsen skjal til staðfestingar á því að þeir hafi verið kjörnir heiðursfélagar Skýrslutæknifé- lagsins. Þessir menn eru allir brautryðjendur á sviði upplýsingatækni hér á landi. Klemens Tryggvason er höfundur að vél- væddri skráningu íbúa landsins. Þjóðskráin hér á landi er sennilega brautryðjendastarf á sínu sviði í heiminum. Tilsvarandi skrár voru ekki stofnaðar í öðrum löndum fyrr en löngu eftir að Hagstofan hafði leyst vandamál okkar. Á þeirri reynslu sem fékkst af þjóðskránni var síðan byggt þegarfasteignaskrá, bifreiðaskrá og aðr- ar opinberar tölvuskrár voru stofnaðar. Þá má ekki gleyma þætti Klemensar sem stjórnarfor- manns SKÝRR. Hann var stjórnarformaður fyrirtækisins þegar fyrsta tölvan var keypt til landsins. Ottó Michelsen flutti fyrstu tölvurnar til íslands. Undir stjórn hans vann IBM á íslandi mikið brautryðjendastarf við markaðssetningu á tölvubúnaði. ÍBM var fyrsta fyrirtækið sem skildi sérstöðu íslenska tölvumarkaðsins og lag- aði starfsemi sína að þörfum hans. Önnurfyrir- tæki sem komu á eftir tóku upp marga af starfs- háttum IBM. Bjarni Jónasson varforstjóri Skýrsluvéla ríkis- ins og Reykjavíkur í 17 ár. Undir forystu hans var fyrsta tölvan keypt til landsins, 1964. Á árunum eftir 1970 voru tekin byltingarkennd skref í hönnun opinberra upplýsingakerfa. Á þessum árum var þeim breytt úr spjaldakerfum í fullkomlega tölvuvædd upplýsingakerfi. Á þessum árum leiddi Bjarni SKÝRR í gegnum skeið mikilla sviptinga. Gunnlaugur Björnson starfaði innan banka-

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.