Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Síða 5

Tölvumál - 01.06.1988, Síða 5
kerfisins. Hann starfaði um árabil hjá Útvegs- banka íslands og vann þar brautryðjendastörf á sviði tölvuvæddrar upplýsingavinnslu. Þessir heiðursmenn hafa allir unnið til þess að vera kjörnir heiðursfélagar í Skýrslutæknifélag- inu. Framlag þeirra til upplýsingatækninnar ber að meta að verðleikum. Þeirfengust að vísu við önnur vandamál en gerast nú og beittu tölvu- tækni sem var ófullkomnari en tækni okkar tíma. Engu að síður byggjum við á brautryðj- endastarfi þeirra. Tölvumál flytja þeim bestu árnaðaróskir á þessum tímamótum. Stefán Ingólfsson HJÖRLEIFUR HJÖRLEIFSSON FYRSTI FORMAÐUR SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS Hjörleifur Hjörleifsson var formaður Skýrslu- tæknifélagsins í 7 ár eða frá stofnun þess 1968 til árs- ins 1975. Hjöleifur var mikill áhugamaður um gagna- vinnslumálefni, og vareinn affrumkvöðlum vélrænnar gagnavinnslu á íslandi. Hann vann að því hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur að alphabetískar skýrslu- gerðarvélar voru fengnar þangað árið 1952. Hann átti þátt í stofnun SKÝRR og sat þar í stjórn um árabil. Hjörieifur mun vera fyrsti Islendingurinn, sem sæmdur var Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf að gagna- vinnslumálefnum. Hann var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélagins á tíu ára afmæli þess, 1978. Hjörleifur lést árið 1979. TÖL VUMfiL//////////// 5

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.