Tölvumál


Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 12

Tölvumál - 01.06.1988, Qupperneq 12
enda voru þær ætlaðar til hagskýrslugerðar eingöngu. Til þess að koma á fót og starf- rækja spjaldskrá með nöfnum og heimilis- fangi manna þurfti hins vegar „alfabetískar" skýrsluvélar, þ.e. vélar, sem skrifa mælt mál. Slíkar vélar komu til landsins á fyrri hluta árs 1952, að frumkvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur, sem hafði fyrir nokkru ákveðið að hefja notkun skýrsluvéla til útreiknings og skriftar á rafmagns- og hita- veitureikningum. Var þannig, er ákvörðun vartekin um stofnun spjaldskrár, fyrir hendi nauðsynlegur vélakostur til þess. Hagstof- an fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Rafmangsveita Reykjavíkur fyrir hönd Reykjavíkurbæjar gerðu 28. ágúst 1952 með sér samning um starfrækslu hinnar nýju vélasamstæðu, eins og ráðgert hafði verið. Nefndist fyrirtæki þetta „Skýrsluvél- ar ríkisins og Reykjavíkurbæjar". Hinni nýju vélasamstæðu var komið fyrir í húsnæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Sumar vélar Hagstofunnar voru sameinaðar nýju véla- samstæðunni, en aðrar voru fluttar úr landi, þar eð nýkomnar vélar tóku við hlutverki þeirra. Upp frá þessu önnuðust skýrsluvél- ar alla úrvinnslu gatspjalda fyrir Hagstofuna gegn ákveðnu gjaldi samkvæmt gjaldskrá, sem gilti fyrir alla viðskiptamenn fyrirtækis- ins, opinberar stofnanirjafnt og aðra.“ Samkvæmt framansögðu eru nú liðin 63 ár síðan menn hófu hérlendis að nota reiknivélartil hagræðis við skýrslugerðir og 28 ár síðan fyrstu skýrslugerðarvélarnar voru teknar í notkun. í afmælisriti til Þorsteins Þorsteinssonar, á sjötugs afmæli hans árið 1950, ritarÁki Péturs- son grein er hann nefnir: IBMvélar Hagstofunn- ar. Áki lýsir í greininni vinnslu verzlunarskýrslna í hinum nýju vélum. Ritgerð Áka mun vera eitt hið fyrsta sem birt- ist á prenti hérlendis um vinnslu upplýsinga í gataspjöldum og skýrslugerðarvélar. Vélunum er nokkuð lýst í greininni. Orðaval og framsetn- ing minnir á, að hér er í fyrsta skipti lýst á íslenzku nýrri tækni, fyrir lesendum erekki hafa kynnst þeim hugtökum um gagnavinnslu, sem nú leika á flestra vörum. „Vélar þær, sem Hagstofan hefur, eru 4 göt- unarvélar, 4 gatprófunarvélar, ein röðunarvél og ein töflugerðarvél", segir Áki. Raðarinn „hefur 13 hólf og raðar eftir einni röð spjaldsins í einu". Vélin var semsé sambærilegr- ar gerðar og alþekkt er ennþá og raðaði 480 spjöldum á mínútu. Röðunarvélin var þó sér- byggð að því leyti, að við hana voru 13 teljarar, einn fyrir hvern vasa. Þetta gerði hægara að vinna ýmsar töflur úr gataspjöldum, með því að rita niður talningar í vasana. Töflugerðarvélin var eins og áður er fram komið, númerísk eingöngu. Hún hafði fimm níu stafa teljara og tvö tíu stafa geymsluverk (List banks). Vinnslu vélarinnar var stýrt með tengi- vírum í töfluborði. Summur gátu verið minor, major og grandtotal (undir-, yfir- og heildar- summa). Les- og skriftarhraði vélarinnar var 75 spjöld/línur á mínútu. Þá var mögulegt að stýra götun „summuspjalda" með því að tengja saman töflugerðarvélina og gatara, sem þess á milli mátti nota við venjulega skráningu (götun). Vélar þessar voru, eins og áður er fram komið, notaðar á Hagstofunni ítæp þrjú ár, þ.e. frá því um haustið 1949 fram á fyrri hluta árs 1952, að farið var að vinna verzlunarskýrslurn- ar í vélum Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- bæjar, eins og stofnunin hét í upphafi. Stjórnandi vélanna var Áki Pétursson, Hann hóf störf hjá Hagstofunni árið 1937 og starfaði þar til dauðadags árið 1970. Hann nam meðferð vélanna í Danmörku og stjórnaði þeim allan starfstímann á Hagstofunni. Eftir það var hann í allmörg ár umsjónarmaður Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar. Hann var síðan einn helzti sérfræðingur Hagstofunnar á sviði gagna- vinnslu. Áki hlýtur að teljast fyrsti skýrsluvéla- maður og kerfisfræðingur hérlendis. Helzti aðstoðarmaður Áka við skýrslugerðarvélarnar fyrstu starfsárin var frú Ásthildur Björnsdóttir. Hún starfar ennþá á Hagstofunni. Uppsetningu vélanna hér heima og viðgerðir annaðist Ottó A. Michelsen, nú forstjóri IBM á íslandi. //////////// TÚL VUMfiL

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.